Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 2. desember 2025 08:30 Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar