Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 14:22 Reikna má með því að verð á jarðefnaeldsneytisknúnum fólksbílum hækki eftir áramót ef tillögur fjármálaráðherra um vörugjöld verður að veruleika. Vísir/Vilhelm Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Rúmlega fjórtán hundruð fólksbílar voru nýskráðir í nóvember samkvæmt tölum sambandsins. Það er hátt í þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá drógust þær verulega saman frá árinu 2023, um rúmlega sextíu prósent. Nýskráningar í nóvember árin 2022 og 2023 voru tæplega 1.300. Sambandið rekur aukninguna nú mögulega til tillagna fjármálaráðherra um hækkun vörugjalda á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október. Reynslan sýni að þegar slíkar hækkanir hafi verið boðaðar færist hluti fyrirhugaðra bílakaupa fram í tíma, áður en hækkanir taka gildi. Tillaga fjármálaráðherra nú valdi verulegum hækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hefðbundna bensín- og dísil bíla og minni vörubifreiðar. Óvíst hvenær áhrifin koma fram Á hinn bóginn muni verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. „Til framtíðar má gera ráð fyrir að breytingarnar leiði til breytinga á samsetningu nýskráðra fólksbíla m.t.t. orkugjafa, með lægra hlutfalli tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hefðbundinna bensín- og dísilbíla á sama tíma og hlutfall hreinorkubíla eykst,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Óvíst sé þó hvenær þessi þróun sjáist skýrt í tölum um nýskráningar. Óljóst sé hvenær nýskraningar allra þeirra fólksbíla sem búist sé við í árslok eigi sér stað og þá sé ekki víst að tölur næsta árs verði að fullu marktæktar þar sem kaup á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti séu líkleg til að færast frá næsta ári til ársins í ár. Tæplega tveir af hverjum þremur rafbílar Einstaklingar skráðu 61 prósent fleiri fólksbíla í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Tæplega tveir af hverjum þremur þeirra voru alfarið knúnir rafmagni en tæplega fimmtungur var tengiltvinnbílar. Hlutfall bíla sem ganga að öllu leyti eða hluta fyrir rafmagni var svipað hjá almennum fyrirtækjum, öðrum en bílaleigum. Um 57 prósent nýskráðra bíla þeirra í nóvember voru hreinir rafbílar en 22 prósent tengiltvinnbílar. Sem fyrr ganga orkuskipti hægast fyrir sig hjá ökutækjaleigunum en þær stóðu fyrir 44 prósent allra nýskráninga fólksbíla í mánuðinum. Algengustu nýskráðu bílaleigubílarnir voru tvinnbílar en þar á eftir tengiltvinnbílar. Tæplega þriðjungur þeirra voru bensín- eða dísilbílar. Hlutdeild hreinna rafbíla var svipuð og dísilbíla. Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Rúmlega fjórtán hundruð fólksbílar voru nýskráðir í nóvember samkvæmt tölum sambandsins. Það er hátt í þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá drógust þær verulega saman frá árinu 2023, um rúmlega sextíu prósent. Nýskráningar í nóvember árin 2022 og 2023 voru tæplega 1.300. Sambandið rekur aukninguna nú mögulega til tillagna fjármálaráðherra um hækkun vörugjalda á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október. Reynslan sýni að þegar slíkar hækkanir hafi verið boðaðar færist hluti fyrirhugaðra bílakaupa fram í tíma, áður en hækkanir taka gildi. Tillaga fjármálaráðherra nú valdi verulegum hækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hefðbundna bensín- og dísil bíla og minni vörubifreiðar. Óvíst hvenær áhrifin koma fram Á hinn bóginn muni verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. „Til framtíðar má gera ráð fyrir að breytingarnar leiði til breytinga á samsetningu nýskráðra fólksbíla m.t.t. orkugjafa, með lægra hlutfalli tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hefðbundinna bensín- og dísilbíla á sama tíma og hlutfall hreinorkubíla eykst,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Óvíst sé þó hvenær þessi þróun sjáist skýrt í tölum um nýskráningar. Óljóst sé hvenær nýskraningar allra þeirra fólksbíla sem búist sé við í árslok eigi sér stað og þá sé ekki víst að tölur næsta árs verði að fullu marktæktar þar sem kaup á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti séu líkleg til að færast frá næsta ári til ársins í ár. Tæplega tveir af hverjum þremur rafbílar Einstaklingar skráðu 61 prósent fleiri fólksbíla í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Tæplega tveir af hverjum þremur þeirra voru alfarið knúnir rafmagni en tæplega fimmtungur var tengiltvinnbílar. Hlutfall bíla sem ganga að öllu leyti eða hluta fyrir rafmagni var svipað hjá almennum fyrirtækjum, öðrum en bílaleigum. Um 57 prósent nýskráðra bíla þeirra í nóvember voru hreinir rafbílar en 22 prósent tengiltvinnbílar. Sem fyrr ganga orkuskipti hægast fyrir sig hjá ökutækjaleigunum en þær stóðu fyrir 44 prósent allra nýskráninga fólksbíla í mánuðinum. Algengustu nýskráðu bílaleigubílarnir voru tvinnbílar en þar á eftir tengiltvinnbílar. Tæplega þriðjungur þeirra voru bensín- eða dísilbílar. Hlutdeild hreinna rafbíla var svipuð og dísilbíla.
Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira