Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2025 06:31 Það voru tollverðir sem stöðvuðu mennina í Leifstöð. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira