Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 19:49 Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir Ísland mikils metinn bandamann. Hann sjái fyrir sér að hlutverk Ísland verði mikilvægt á sviði upplýsingagjafar á Norðurslóðum. Ísland yrði „augu og eyru“ NATÓ á Norðurslóðum. Vísir/Sigurjón Áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu í varnartengd útgjöld fyrir árið 2035 duga í bili að sögn Marks Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem varði deginum á Íslandi í dag. Þetta var fyrsta Íslandsheimsókn Rutte frá því hann tók við sem framkvæmdastjóri NATÓ. Utanríkisráðherra tók á móti honum á flugvellinum í morgun og Rutte fékk að virða fyrir sér öryggissvæðið í Keflavík. Hann átti síðan fund með forsætisráðherra og saman héldu þau blaðamannafund. Síðdegis fékk fréttastofa að setjast niður með Mark Rutte í efri deildarsal Alþingis. Rutte var fyrst spurður út í framlag Íslands til varnarmála í ljósi þess sem Jens Stoltenberg, forveri Rutte hjá NATO, hafði eftir Donald Trump Bandaríkjaforseta en honum fannst ekki mikið til framlags Íslands koma líkt og lesa má í frétt Guardian á sínum tíma. „Hvað viljum við þá með Ísland hafa?“ á Trump að hafa spurt Stoltenberg. Rutte sagðist hafa skilning á sérstöðu Íslands. „Þið hafið ákveðið að auka útgjöldin til varnartengdra framkvæmda upp í 1,5%. Það er mjög mikilvægt því við þurfum meira frá Íslandi í NATÓ. Við samþykktum svokölluð getumarkmið, einnig fyrir Ísland og Íslendingar samþykktu. Það er mjög mikilvægt að þið gerið þetta og ég veit að þið munuð gera þetta því Íslendingar standa alltaf við skuldbindingar sínar og standa við loforð sín. Það þýðir að allt bandalagið getur notið góðs af aðild ykkar.“ Er þá 1,5% nóg í bili? „Í bili er það nóg, algerlega,“ sagði Rutte staðfastur. Rutte sagði nokkrum sinnum í dag að Ísland væri augu og eyru bandalagsins á Norðurslóðum og talaði um mikilvægi hlutverks Íslendinga við að afla upplýsinga. Hann vísaði þá til mikilvægrar legu landsins og að á Norðurslóðum sýndu ekki aðeins Rússar áhuga og mögulega ásælni heldur fleiri þjóðir, eins og Kína. Rutte sagðist meta framlag og hlutverk Íslands innan NATÓ mikils. „Þið hafið ykkar eigin landhelgisgæslu og almannavarnir. Enginn stendur ykkur framar þegar kemur að viðbúnaði alls samfélagsins. Mitt land, Holland, og mörg önnur ríki innan NATÓ geta lært af ykkur hvað það varðar. Þið eruð á einstökum stað á landakortinu, landfræðilega. Þið eruð í Evrópu en líka dálítið fyrir utan Evrópu og þegar kemur að diplómatísku starfi og pólitísku starfi þá getur forsætisráðherra ykkar og utanríkisráðherra og ríkisstjórn haft samningavald, þið getið kallað fólk saman.“ Ísland mikils metinn bandamaður Í ávarpi sem Rutte flutti á blaðamannafundinum í dag vitnaði hann í ljóð eftir skáldkonuna Huldu sem skrifaði um Ísland, þjóðina sem hún sagði að þekkti hvorki sverð né blóð: „Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð,“ orti Hulda. „Þetta er fallegt ljóð,“ sagði Rutte. „Það gefur svolítið í skyn að Ísland sé aðskilið öllu öðru. -Jú, þið eruð örugg en upp að vissu marki. Þið eruð örugg ef þið leggið í aukafjárfestingar og tryggið að þið gerið allt sem þið lofuðuð NATÓ að gera, eins og ég vænti að þið gerið og hafið gert áður. Þið eruð mikils metinn bandamaður og þess vegna getum við sameiginlega örugg og þurfum ekki að hafa áhyggjur.“ NATO Rússland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. 21. nóvember 2025 20:33 Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu. 26. júní 2025 09:14 „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. 24. júní 2025 13:02 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Þetta var fyrsta Íslandsheimsókn Rutte frá því hann tók við sem framkvæmdastjóri NATÓ. Utanríkisráðherra tók á móti honum á flugvellinum í morgun og Rutte fékk að virða fyrir sér öryggissvæðið í Keflavík. Hann átti síðan fund með forsætisráðherra og saman héldu þau blaðamannafund. Síðdegis fékk fréttastofa að setjast niður með Mark Rutte í efri deildarsal Alþingis. Rutte var fyrst spurður út í framlag Íslands til varnarmála í ljósi þess sem Jens Stoltenberg, forveri Rutte hjá NATO, hafði eftir Donald Trump Bandaríkjaforseta en honum fannst ekki mikið til framlags Íslands koma líkt og lesa má í frétt Guardian á sínum tíma. „Hvað viljum við þá með Ísland hafa?“ á Trump að hafa spurt Stoltenberg. Rutte sagðist hafa skilning á sérstöðu Íslands. „Þið hafið ákveðið að auka útgjöldin til varnartengdra framkvæmda upp í 1,5%. Það er mjög mikilvægt því við þurfum meira frá Íslandi í NATÓ. Við samþykktum svokölluð getumarkmið, einnig fyrir Ísland og Íslendingar samþykktu. Það er mjög mikilvægt að þið gerið þetta og ég veit að þið munuð gera þetta því Íslendingar standa alltaf við skuldbindingar sínar og standa við loforð sín. Það þýðir að allt bandalagið getur notið góðs af aðild ykkar.“ Er þá 1,5% nóg í bili? „Í bili er það nóg, algerlega,“ sagði Rutte staðfastur. Rutte sagði nokkrum sinnum í dag að Ísland væri augu og eyru bandalagsins á Norðurslóðum og talaði um mikilvægi hlutverks Íslendinga við að afla upplýsinga. Hann vísaði þá til mikilvægrar legu landsins og að á Norðurslóðum sýndu ekki aðeins Rússar áhuga og mögulega ásælni heldur fleiri þjóðir, eins og Kína. Rutte sagðist meta framlag og hlutverk Íslands innan NATÓ mikils. „Þið hafið ykkar eigin landhelgisgæslu og almannavarnir. Enginn stendur ykkur framar þegar kemur að viðbúnaði alls samfélagsins. Mitt land, Holland, og mörg önnur ríki innan NATÓ geta lært af ykkur hvað það varðar. Þið eruð á einstökum stað á landakortinu, landfræðilega. Þið eruð í Evrópu en líka dálítið fyrir utan Evrópu og þegar kemur að diplómatísku starfi og pólitísku starfi þá getur forsætisráðherra ykkar og utanríkisráðherra og ríkisstjórn haft samningavald, þið getið kallað fólk saman.“ Ísland mikils metinn bandamaður Í ávarpi sem Rutte flutti á blaðamannafundinum í dag vitnaði hann í ljóð eftir skáldkonuna Huldu sem skrifaði um Ísland, þjóðina sem hún sagði að þekkti hvorki sverð né blóð: „Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð,“ orti Hulda. „Þetta er fallegt ljóð,“ sagði Rutte. „Það gefur svolítið í skyn að Ísland sé aðskilið öllu öðru. -Jú, þið eruð örugg en upp að vissu marki. Þið eruð örugg ef þið leggið í aukafjárfestingar og tryggið að þið gerið allt sem þið lofuðuð NATÓ að gera, eins og ég vænti að þið gerið og hafið gert áður. Þið eruð mikils metinn bandamaður og þess vegna getum við sameiginlega örugg og þurfum ekki að hafa áhyggjur.“
NATO Rússland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. 21. nóvember 2025 20:33 Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu. 26. júní 2025 09:14 „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. 24. júní 2025 13:02 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. 21. nóvember 2025 20:33
Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu. 26. júní 2025 09:14
„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. 24. júní 2025 13:02