Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 26. nóvember 2025 20:00 Viðbraðgsaðilar á vettvagi, nokkrum húsum frá Hvíta húsinu. AP Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum.
Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira