30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2025 21:05 Hressar og skemmtilegar kvenfélagskonur staddar á fæðingadeildinni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira