Handbolti

Donni marka­hæstur gegn læri­sveinum Arnórs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði sjö mörk fyrir Skanderborg í kvöld. 
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði sjö mörk fyrir Skanderborg í kvöld.  VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur hjá Skanderborg í 32-32 jafntefli gegn TT Holstebro, lærisveinum Arnórs Atlasonar.

Donni skoraði sjö mörk úr tíu skotum og gaf þrjár stoðsendingar á félaga sína í liði Skanderborg, sem situr í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jóhannes Berg Andrason skoraði eitt mark fyrir TT Holstebro, sem er einu sæti og einu stigi neðar í deildinni.

Arnar tapaði gegn toppliðinu

Á sama tíma í kvöld töpuðu Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen 32-35 gegn toppliðinu Flensburg í 13. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Íslenski línumaðurinn skoraði tvö mörk úr þremur skotum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×