Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifa 21. nóvember 2025 08:16 Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun