Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifa 21. nóvember 2025 08:16 Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun