Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar 20. nóvember 2025 15:17 Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjaramál Félagsmál Inga Sæland Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar