Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2025 07:30 Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Gagnaver Orkumál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar