Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 12:31 Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun