30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2025 11:17 Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun