LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 07:53 LeBron James var sáttur með að vera kominn aftur í búningi Los Angeles Lakers og aftur inn á völlinn. Um leið setti hann met með því að byrja sitt 23. tímabil í NBA. Getty/Ronald Martinez LeBron James lék sinn fyrsta leik á þessu NBA-tímabili í 140-126 sigri á Utah Jazz í nótt og hóf þar með sitt 23. keppnistímabil í deildinni, sem er met. Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews) NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews)
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum