Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 07:32 Andrea Jacobsen vonast til að verða orðin klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. vísir/sigurjón Einn mesti reynslubolti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Andrea Jacobsen, er í kapphlaupi við tímann þegar nú dregur nær næsta stórmóti. Áfall fyrir mót setur þátttöku hennar í uppnám en Andrea heldur þó í bjartsýnina. Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“ HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira