Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 20:00 Landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson stóð fyrir sínu með Gummersbach í dag. Getty/Harry Langer Eftir jafntefli við Kiel og eins marks tap gegn Hamburg, auk taps í bikarnum gegn Lemgo, komust lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar á sigurbraut í kvöld með fínum útisigri gegn Wetzlar. Í Danmörku var Íslendingaslagur. Gummersbach hefur verið á meðal efstu liða þýsku 1. deildarinnar í handbolta í vetur og er eftir sigurinn í dag með 17 stig í 5. sæti, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Magdeburg sem á þó leik til góða á önnur lið. Wetzlar er í 15. sæti með fimm stig, stigi frá fallsæti. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í dag og Teitur Örn Einarsson eitt. Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster var hins vegar mest áberandi í sóknarleiknum og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Wetzlar var yfir, 21-20, þegar korter var eftir af leiknum en Gummersbach náði svo forystunni og uppskar að lokum nauman sigur, 31-29. Arnór og Jóhannes fögnuðu gegn Ísaki og Guðmundi Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfari, stýrði Holstebro til sjö marka sigurs gegn Ringsted, 33-26, í dönsku úrvalsdeildinni. Holstebro var 18-16 yfir í hálfleik en þegar leið á seinni hálfleikinn náði liðið góðu forskoti. Jóhannes Berg Andrason skoraði tvö marka Holstebro og átti eina stoðsendingu. Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk fyrir Ringsted, úr alls ellefu skotum ef marka má tophaandbold.dk, og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt. Þeir Ísak og Guðmundur áttu auk þess eina stoðsendingu hvor. Holsebro er nú í 5. sæti með 14 stig, tíu stigum á eftir toppliði Aalborg en aðeins þremur á eftir GOG sem er í 2. sæti. Ringsted er næstneðst með sjö stig nú þegar tólf umferðum er lokið. Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Gummersbach hefur verið á meðal efstu liða þýsku 1. deildarinnar í handbolta í vetur og er eftir sigurinn í dag með 17 stig í 5. sæti, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Magdeburg sem á þó leik til góða á önnur lið. Wetzlar er í 15. sæti með fimm stig, stigi frá fallsæti. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í dag og Teitur Örn Einarsson eitt. Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster var hins vegar mest áberandi í sóknarleiknum og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Wetzlar var yfir, 21-20, þegar korter var eftir af leiknum en Gummersbach náði svo forystunni og uppskar að lokum nauman sigur, 31-29. Arnór og Jóhannes fögnuðu gegn Ísaki og Guðmundi Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfari, stýrði Holstebro til sjö marka sigurs gegn Ringsted, 33-26, í dönsku úrvalsdeildinni. Holstebro var 18-16 yfir í hálfleik en þegar leið á seinni hálfleikinn náði liðið góðu forskoti. Jóhannes Berg Andrason skoraði tvö marka Holstebro og átti eina stoðsendingu. Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk fyrir Ringsted, úr alls ellefu skotum ef marka má tophaandbold.dk, og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt. Þeir Ísak og Guðmundur áttu auk þess eina stoðsendingu hvor. Holsebro er nú í 5. sæti með 14 stig, tíu stigum á eftir toppliði Aalborg en aðeins þremur á eftir GOG sem er í 2. sæti. Ringsted er næstneðst með sjö stig nú þegar tólf umferðum er lokið.
Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira