Sport

„Mamma vill bara að ég sé í ballett“

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni.
Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni. Vísir/Samsett

Fram­undan er sögu­legt MMA bar­daga­kvöld í Andrews The­at­her á Ás­brú í kvöld. Í aðal­bar­daga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Há­kon Arnórs­son, bar­daga­kappi úr Reykja­vík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Ís­landi.

Há­kon er úr Mos­fells­bæ og hefur verið að gera það gott á stórum bar­daga­kvöldum á Eng­landi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bar­daga sína með rot­höggi. Há­kon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima.

„Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrú­lega vel með þetta,“ segir Há­kon í sam­tali við íþrótta­deild. „Ég held að þetta verði stur­lað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsa­húð við að hugsa um þetta.“

Öðruvísi aðstæður

Ís­lenskir bar­daga­kappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir land­steinana til þess að keppa á bar­daga­kvöldum en ekki í þetta skipti. Há­kon er búinn að gera ráð­stafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undir­búningnum fyrir bar­daga kvöldsins.

„Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bar­daga­kvöld og peppa sig upp í þetta á ein­hverju hótel­her­bergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í að­draganda bar­daga. Ég er búinn að reka alla fjöl­skylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægi­legra að undir­búa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnis­degi og gert það sem að ég geri vana­lega.“

Nýtir stressið

Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Há­koni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bar­daga.

„Ég er alltaf ótrú­lega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bar­daga með tveggja mánaða fyrir­vara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott.

Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bar­daga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bar­daga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrk­leika.“

Fjölskyldan ekki á sama máli

Mos­fellingurinn prófaði grunnnám­skeið í blönduðum bar­daga­listum hjá Reykja­vík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni.

„Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fót­bolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjöl­skyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og ró­lega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bar­daga þá fíla þau þetta.“

Há­kon stefnir á að fram­lengja sigur­göngu sína í kvöld með því að klára bar­dagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um fram­haldið.

„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×