Íslenski boltinn

Montiel til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Montiel og félagar í Vestra urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili en féllu úr Bestu deildinni.
Diego Montiel og félagar í Vestra urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili en féllu úr Bestu deildinni. vísir/diego

Diego Montiel, sem var einn besti leikmaður bikarmeistara Vestra á síðasta tímabili, er genginn í raðir KA.

Hinn þrítugi Montiel skrifaði undir tveggja ára samning við KA.

Montiel kom til Vestra fyrir síðasta tímabil og átti stóran þátt í því að liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Svíinn lék alla 27 leiki Vestramanna í Bestu deildinni og skoraði fimm mörk.

Montiel hefur komið víða við á ferlinum en auk heimalandsins og Íslands hefur hann leikið í Belgíu og Danmörku.

KA endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar, þriðja árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×