Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2025 15:00 Dagný Kristinsdóttir hefur verið skólastjóri Viðistaðaskóla í tæplega hálft annað ár. Vísir/Vilhelm Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni. „Við viljum upplýsa ykkur um að Guðbjörg Norðfjörð Elí[a]sdóttir gegnir starfi skólastjóra fram yfir jól á meðan að Dagný Kristinsdóttir skólastjóri verður í tímabundnu leyfi. Guðbjörg þekkir vel til skólastarfs úr Hraunvallaskóla og mun tryggja að öll mál gangi hnökralaust fyrir sig á meðan á afleysingu stendur. Við bjóðum hana velkomna til starfa,“ segir í tölvubréfi sem aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla sendi foreldrum barna við skólann í gærkvöldi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar, að ákveðið hafi verið að fara í úttekt á stjórnunarháttum í Víðistaðaskóla. Á meðan verði skólastjórinn í tímabundnu leyfi. Horft sé á að leyfið muni vara fram yfir jól. Ólík sýn á stjórnunarhætti Þá segir hún að ólík sýn sé á milli starfsfólks skólans og stjórnanda á stjórnunarhætti. „Unnið er af yfirvegun í málinu til að tryggja að skólastarfið sé eins og best verður á kosið.“ Segja má að ólík sýn hafi einnig verið á milli starfsfólks Hvassaleitisskóla og Dagnýjar varðandi stjórnunarhætti hennar árið 2022. Vísir greindi frá því í nóvember það ár að af 47 starfsmönnum skólans hefðu 22 ritað undir vantraustsyfirlýsingu á hendur skólastjóranum. Þá hefðu þrír fyrrverandi starfsmenn einnig ritað undir. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ sagði í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hópnum varð að ósk sinni um mánuði síðar þegar Reykjavíkurborg félst á ósk Dagnýjar um að hún léti af störfum. Skólastjóri skóla sem ekki er risinn hleypur í skarðið Áðurnefnd Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, sem hleypur í skarðið fyrir Dagnýju, hefur verið skólastjóri Hamranesskóla í Hafnarfirði frá 1. nóvember síðastliðnum. Hamranesskóli hefur ekki enn verið reistur en þegar tilkynnt var um ráðningu Guðbjargar sagði að stefnt væri að því að fyrsti áfangi skólans yrði tilbúinn sumarið 2026. Í svari Hafnarfjarðar nú segir að Guðbjörg vinni að undirbúningi opnunar skólans samhliða tímabundnu starfi skólastjóra Víðistaðaskóla. Búið sé að steypa grunn Hamranesskóla og nú sé stefnt að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn haustið 2027. Ráðningin vakti athygli Dagný var ráðin skólastjóri Víðistaðaskóla í júlí í fyrra en hafði fyrir það starfað tímabundið í Setbergskóla í Hafnarfirði. Fjarðarfréttir greindu frá ráðningunni á sínum tíma og í frétt miðilsins sagði að hún hefði skákað sjö umsækjendum um stöðuna, þar á meðal áðurnefndri Guðbjörgu. Þá voru starfslok Dagnýjar í Hvassaleitisskóla sérstaklega reifuð. Í frétt DV um ráðninguna var þess sérstaklega getið að Dagný hefði verið ráðin en ekki Guðbjörg, sem hefði notið mikilli vinsælda í starfi sínu sem aðstoðarskólastjóri Hraunvallaskóla og sem formaður Körfuknattleiksambands Íslands. Loks var þess minnst að Dagný væri náfrænka Valdimars Víðissonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Hann var formaður bæjarráðs á þeim tíma sem Dagný var ráðin og verðandi bæjarstjóri, samkvæmt meirihlutasamningi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Rósa Guðbjartsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var þá bæjarstjóri. Athugasemd: Í athugasemd frá Hafnarfirði segir að Valdimar hafi ekki komið að ráðningu Dagnýjar og að þau séu þremenningar. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Grunnskólar Tengdar fréttir Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 19. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Við viljum upplýsa ykkur um að Guðbjörg Norðfjörð Elí[a]sdóttir gegnir starfi skólastjóra fram yfir jól á meðan að Dagný Kristinsdóttir skólastjóri verður í tímabundnu leyfi. Guðbjörg þekkir vel til skólastarfs úr Hraunvallaskóla og mun tryggja að öll mál gangi hnökralaust fyrir sig á meðan á afleysingu stendur. Við bjóðum hana velkomna til starfa,“ segir í tölvubréfi sem aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla sendi foreldrum barna við skólann í gærkvöldi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar, að ákveðið hafi verið að fara í úttekt á stjórnunarháttum í Víðistaðaskóla. Á meðan verði skólastjórinn í tímabundnu leyfi. Horft sé á að leyfið muni vara fram yfir jól. Ólík sýn á stjórnunarhætti Þá segir hún að ólík sýn sé á milli starfsfólks skólans og stjórnanda á stjórnunarhætti. „Unnið er af yfirvegun í málinu til að tryggja að skólastarfið sé eins og best verður á kosið.“ Segja má að ólík sýn hafi einnig verið á milli starfsfólks Hvassaleitisskóla og Dagnýjar varðandi stjórnunarhætti hennar árið 2022. Vísir greindi frá því í nóvember það ár að af 47 starfsmönnum skólans hefðu 22 ritað undir vantraustsyfirlýsingu á hendur skólastjóranum. Þá hefðu þrír fyrrverandi starfsmenn einnig ritað undir. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ sagði í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hópnum varð að ósk sinni um mánuði síðar þegar Reykjavíkurborg félst á ósk Dagnýjar um að hún léti af störfum. Skólastjóri skóla sem ekki er risinn hleypur í skarðið Áðurnefnd Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, sem hleypur í skarðið fyrir Dagnýju, hefur verið skólastjóri Hamranesskóla í Hafnarfirði frá 1. nóvember síðastliðnum. Hamranesskóli hefur ekki enn verið reistur en þegar tilkynnt var um ráðningu Guðbjargar sagði að stefnt væri að því að fyrsti áfangi skólans yrði tilbúinn sumarið 2026. Í svari Hafnarfjarðar nú segir að Guðbjörg vinni að undirbúningi opnunar skólans samhliða tímabundnu starfi skólastjóra Víðistaðaskóla. Búið sé að steypa grunn Hamranesskóla og nú sé stefnt að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn haustið 2027. Ráðningin vakti athygli Dagný var ráðin skólastjóri Víðistaðaskóla í júlí í fyrra en hafði fyrir það starfað tímabundið í Setbergskóla í Hafnarfirði. Fjarðarfréttir greindu frá ráðningunni á sínum tíma og í frétt miðilsins sagði að hún hefði skákað sjö umsækjendum um stöðuna, þar á meðal áðurnefndri Guðbjörgu. Þá voru starfslok Dagnýjar í Hvassaleitisskóla sérstaklega reifuð. Í frétt DV um ráðninguna var þess sérstaklega getið að Dagný hefði verið ráðin en ekki Guðbjörg, sem hefði notið mikilli vinsælda í starfi sínu sem aðstoðarskólastjóri Hraunvallaskóla og sem formaður Körfuknattleiksambands Íslands. Loks var þess minnst að Dagný væri náfrænka Valdimars Víðissonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Hann var formaður bæjarráðs á þeim tíma sem Dagný var ráðin og verðandi bæjarstjóri, samkvæmt meirihlutasamningi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Rósa Guðbjartsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var þá bæjarstjóri. Athugasemd: Í athugasemd frá Hafnarfirði segir að Valdimar hafi ekki komið að ráðningu Dagnýjar og að þau séu þremenningar.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Grunnskólar Tengdar fréttir Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 19. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 19. nóvember 2022 15:00