Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2025 23:01 Donald Trump við Hvíta húsið þann 6. janúar 2021. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. Í viðtali við Fox sem birt var í gær sagði Trump að ræðu hans hefði verið „slátrað“ og að áhorfendur Panorama-fréttaskýringarþáttar BBC hafi verið sviknir. Meira en ár er síðan þátturinn var sýndur í bresku sjónvarpi. Um er að ræða fyrstu ummæli Trumps um málið síðan lögmenn hans sendu BBC bréf þar sem þeir sögðu að hann ætlaði sér að höfða mál gegn stofnuninni og krefjast milljarðs dala í bætur, biðjist forsvarsmenn BBC ekki afsökunar og borgi honum skaðabætur. Sjá einnig: Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Forsetinn bandaríski hefur gripið til sambærilegra aðgerða gegn öðrum fjölmiðlum vestanhafs, með góðum en þó umdeildum árangri. Frá því hann tók aftur við embætti forseta hefur ríkisstjórn hans ítrekað beitt sér gegn fjölmiðlum sem þykja ekki nægilega hliðhollir honum og hans fólki. Sjá einnig: Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar BBC hefur eftir talsmanni ríkisútvarpsins að bréfið sé til skoðunar og því verði svarað seinna meir. Sagði ræðuna „róandi“ Í viðtalinu sem Fox birti í gær sagði Trump að „fallegri“ og „róandi“ ræðu hans frá 6. janúar 2021 hefði verið breytt svo hún virtist öfgafull. Þá ruddust stuðningsmenn hans inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði. 🚨TRUMP TAKES ON THE @BBC.🚨“They DEFRAUDED the public — and they ADMITTED it.”He told me a lawsuit is coming after the network cut and twisted his Jan. 6 speech. pic.twitter.com/SG1kpC2B2h— Laura Ingraham (@IngrahamAngle) November 12, 2025 Í aðdraganda þess að stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið höfðu hann og samstarfsmenn hans varið miklum tíma í að ljúga því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum. Þá hafði Trump reynt að fá Mike Pence, varaforseta sinn, til að neita að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, en Pence hafnaði þeirri beiðni á þeim grunni að hann hefði ekki vald til þess. Undir lok ræðu Trumps sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Skömmu síðar ruddust stuðningsmenn hans inn í þinghúsið og stöðvuðu þingfundinn þar sem átti að staðfesta úrslit kosninganna. Margir kölluðu einnig eftir því að Mike Pence yrði hengdur. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Hér að neðan má sjá muninn milli ræðu Trumps og því hvernig hún var sett fram í Panorama-þættinum umrædda. Alla ræðu Trumps má finna hér. Eftir ræðuna fór Trump í Hvíta húsið þar sem hann gagnrýndi Pence á Twitter og horfði á árásina á þinghúsið í sjónvarpinu. Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að stuðningsmenn hans voru komnir inn í þinghúsið sem hann birti myndbandsávarp. Þar varði hann mestum tíma í að kvarta yfir kosningunum og sagðist hann skilja að stuðningsmenn hans væru reiðir. Hann bað fólkið þó um að fara heim til sín. Eftir að hann tók aftur við embætti náðaði Trump alla sem hafa verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið. Minnisblaði lekið til Telegraph Uppruna þessara átaka um BBC má rekja til minnisblaðs sem skrifað var af stjórnarmeðlimi BBC sem heitir Michael Prescott. Í blaðinu til stjórnarinnar vakti Prescott athygli á umræddum Panorama-þætti, sem sýndur var skömmu fyrir forsetakosningarnar í fyrra, og gagnrýndi BBC fyrir slagsíðu gegn Ísrael og að hópur hinsegin starfsmanna hafi haft of mikil áhrif á umfjöllun BBC um málefni hinsegin fólks, kynlíf og kyn. Prescott hafði einnig miklar áhyggjur af því að sambærilegur Panorama-þáttur hefði ekki verið gerður um Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps. Minnisblað Prescotts rataði í hendur blaðamanna Daily Telegraph, sem þykir íhaldssamur miðill, og birtu þeir fjölmargar fréttir upp úr því. Þær fréttir rötuðu yfir Atlantshafið og til Hvíta hússins, þar sem starfsmenn Trumps gripu þær á lofti og sögðu þær til marks um það hvað svokallaðir meginstraumsfjölmiðlar væru gegn Trump. Þeirra á meðal var Caroline Leavitt, talskona Trumps. .@BBCNews is dying because they are anti-Trump Fake News. Everyone should watch @GBNEWS! pic.twitter.com/bZFFkSATud— Karoline Leavitt (@PressSec) November 9, 2025 Í kjölfarið sögðu tveir hæst settu yfirmenn BBC af sér. Yfirtaka íhaldsmanna? Forsvarsmenn BBC ræddu við starfsmenn á fundi í vikunni. Þaðan hafa borist fregnir af því að starfsfólk hafi áhyggjur af því að íhaldssamir aðilar séu að reyna að taka yfir stjórn stofnunarinnar. Í frétt Deadline segir að einhverjir starfsmenn hafi vakið athygli á því að Robbie Gibb, einn stjórnarmanna BBC og samstarfsmaður höfundar minnisblaðsins sem leiddi til þessara deilna í Ritstjórnarviðmiða- og staðlanefnd stjórnarinnar, geti varla talist holdgervingur hlutleysis. Hann hefur umfangsmiklar pólitískar tengingar en hann var meðal annars fjölmiðlafulltrúi Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands fyrir Íhaldsflokkinn. Þá var Prescott skipaður í stjórn BBC af Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að hann hafði komið að stofnun GB News, mjög svo íhaldssams fjölmiðils, sem talskona Trumps sagði fólk að fylgja frekar en BBC í tístinu hér að ofan. Innan BBC eru margir sagðir telja að Gibb, sem starfaði einnig hjá GB News, hafi markvisst unnið að því að grafa undan fjölmiðlinum og draga hlutlægni hans í efa. Heimildarmenn Deadline sem sögðu frá fundinum sögðu marga hafa kvartað yfir Gibb en Samir Shah, formaður stjórnar BBC, hafi svarað á þá leið að ekki væri við hæfi að veitast að einstökum stjórnarmeðlimum. Allir í stjórninni hefðu hag BBC sér efst í huga og lýsti hann áhyggjum starfsmanna sem „samsæriskenningum“. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, var spurður á þingi í dag hvort hann myndi biðja Trump um að höfða ekki mál gegn BBC eða hvort hann gæti lofað því að breska þjóðin myndi ekki afhenda bandaríska forsetanum milljarð dala. Starmer svaraði spurningunni ekki með beinum hætti heldur sagðist hann styðja sterkt og sjálfstætt ríkisútvarp. Mistök hefðu verið gerð og gera þyrfti breytingar. 'President Trump is trying to destroy our BBC'Lib Dem leader Sir Ed Davey asks the prime minister to guarantee that Donald Trump 'won't get a single penny' from licence fee payers after the US president threatened to sue the BBC for $1bn.https://t.co/5RcYQVqpte📺 Sky 501 pic.twitter.com/tEMn2RxrWZ— Sky News (@SkyNews) November 12, 2025 Áttatíu milljónir frá CBS, ABC, Meta og Google Trump hefur lengi verið þekktur fyrir að nota lögsóknir og hótanir um lögsóknir til að koma höggi á fyrirtæki og fólk sem honum er illa við eða gegn fjölmiðlum sem fjalla ekki nægilega vel um hann. Frá því hann sneri aftur í Hvíta húsið hafa þó nokkrir bandarískir fjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og tæknifyrirtæki greitt honum fúlgur fjár í slíkum málum. Í júlí samþykktu stjórnendur Paramount, móðurfélags CBS News að greiða Trump sextán milljónir dala í sjóð forsetabókasafns Trumps vegna viðtals við Kamölu Harris í 60 mínútum. Trump höfðaði málið á þeim grunni að viðtal við Harris hafi verið klippt til að fegra ímynd hennar og koma niður á honum. Eins og fram kemur í grein Guardian voru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að málshöfðun Trumps væri alls ekki líkleg til árangurs. Þrátt fyrir það var ákveðið að greiða Trump vegna málsins en þá voru Paramount og Skydance að bíða eftir heimild frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir samruna félaganna. Sá samruni var samþykktur skömmu eftir að Paramount greiddi Trump vegna málsins. Forsvarsmenn CBS tilkynntu einnig skömmu seinna að spjallþátturinn Late Show, sem Stephen Colbert stýrir, yrði lagður niður. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Colbert og fagnaði ákvörðuninni óspart. Sjá einnig: Þjónkun við Trump? - CBS leggur niður Late Show Æðsti stjórnandi 60 mínútna hætti fyrr á árinu og sagðist hann þá hafa tapað sjálfstæði sínu í starfi. Sjá einnig: Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir ABC, sem er í eigu Disney, greiddi einnig Trump skaðabætur, alls fimmtán milljónir dala sem fóru í sjóð sem ætlaður er safni á vegum Trumps, vegna ummæla vegna ummæla George Stephanopoulos. Hann sagði í sjónvarpi að Trump hefði verið fundinn „ábyrgur fyrir nauðgun“ eftir að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að hann hafði brotið kynferðislega á blaðakonunni E. Jean Carroll. Trump hefur einnig höfðað mál gegn Meta og YouTube, sem Google á, og vegna þessara fjögurra mála hafa rúmlega áttatíu milljónir dala endað í sjóðum sem tengjast honum, mest vegna forsetabókasafns hans. Þessa dagana gustar mikið um breska ríkisútvarpið.AP/Kin Cheung Fjaðrafokið kringum Kimmel Þá er vert að rifja upp fjaðrafokið kringum ummæli þáttastjórnandans Jimmys Kimmel í haust. Eftir að Kimmel gaf til kynna að morðingi Charlies Kirk væri MAGA-liði eða Repúblikani og gerði grín að því hvernig Trump hefði syrgt Kirk, var þáttur hans tekinn úr loftinu um tíma. Trump fagnaði því ákaft og kallaði á forsvarsmenn annarra sjónvarpsstöðva til að taka aðra þætti úr loftinu. Þá hafa hann og Brendan Carr, formaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), ítrekað hótað því að svipta sjónvarpsstöðvar útsendingarleyfi. Bretland Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Í viðtali við Fox sem birt var í gær sagði Trump að ræðu hans hefði verið „slátrað“ og að áhorfendur Panorama-fréttaskýringarþáttar BBC hafi verið sviknir. Meira en ár er síðan þátturinn var sýndur í bresku sjónvarpi. Um er að ræða fyrstu ummæli Trumps um málið síðan lögmenn hans sendu BBC bréf þar sem þeir sögðu að hann ætlaði sér að höfða mál gegn stofnuninni og krefjast milljarðs dala í bætur, biðjist forsvarsmenn BBC ekki afsökunar og borgi honum skaðabætur. Sjá einnig: Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Forsetinn bandaríski hefur gripið til sambærilegra aðgerða gegn öðrum fjölmiðlum vestanhafs, með góðum en þó umdeildum árangri. Frá því hann tók aftur við embætti forseta hefur ríkisstjórn hans ítrekað beitt sér gegn fjölmiðlum sem þykja ekki nægilega hliðhollir honum og hans fólki. Sjá einnig: Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar BBC hefur eftir talsmanni ríkisútvarpsins að bréfið sé til skoðunar og því verði svarað seinna meir. Sagði ræðuna „róandi“ Í viðtalinu sem Fox birti í gær sagði Trump að „fallegri“ og „róandi“ ræðu hans frá 6. janúar 2021 hefði verið breytt svo hún virtist öfgafull. Þá ruddust stuðningsmenn hans inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði. 🚨TRUMP TAKES ON THE @BBC.🚨“They DEFRAUDED the public — and they ADMITTED it.”He told me a lawsuit is coming after the network cut and twisted his Jan. 6 speech. pic.twitter.com/SG1kpC2B2h— Laura Ingraham (@IngrahamAngle) November 12, 2025 Í aðdraganda þess að stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið höfðu hann og samstarfsmenn hans varið miklum tíma í að ljúga því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum. Þá hafði Trump reynt að fá Mike Pence, varaforseta sinn, til að neita að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, en Pence hafnaði þeirri beiðni á þeim grunni að hann hefði ekki vald til þess. Undir lok ræðu Trumps sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Skömmu síðar ruddust stuðningsmenn hans inn í þinghúsið og stöðvuðu þingfundinn þar sem átti að staðfesta úrslit kosninganna. Margir kölluðu einnig eftir því að Mike Pence yrði hengdur. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Hér að neðan má sjá muninn milli ræðu Trumps og því hvernig hún var sett fram í Panorama-þættinum umrædda. Alla ræðu Trumps má finna hér. Eftir ræðuna fór Trump í Hvíta húsið þar sem hann gagnrýndi Pence á Twitter og horfði á árásina á þinghúsið í sjónvarpinu. Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að stuðningsmenn hans voru komnir inn í þinghúsið sem hann birti myndbandsávarp. Þar varði hann mestum tíma í að kvarta yfir kosningunum og sagðist hann skilja að stuðningsmenn hans væru reiðir. Hann bað fólkið þó um að fara heim til sín. Eftir að hann tók aftur við embætti náðaði Trump alla sem hafa verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið. Minnisblaði lekið til Telegraph Uppruna þessara átaka um BBC má rekja til minnisblaðs sem skrifað var af stjórnarmeðlimi BBC sem heitir Michael Prescott. Í blaðinu til stjórnarinnar vakti Prescott athygli á umræddum Panorama-þætti, sem sýndur var skömmu fyrir forsetakosningarnar í fyrra, og gagnrýndi BBC fyrir slagsíðu gegn Ísrael og að hópur hinsegin starfsmanna hafi haft of mikil áhrif á umfjöllun BBC um málefni hinsegin fólks, kynlíf og kyn. Prescott hafði einnig miklar áhyggjur af því að sambærilegur Panorama-þáttur hefði ekki verið gerður um Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps. Minnisblað Prescotts rataði í hendur blaðamanna Daily Telegraph, sem þykir íhaldssamur miðill, og birtu þeir fjölmargar fréttir upp úr því. Þær fréttir rötuðu yfir Atlantshafið og til Hvíta hússins, þar sem starfsmenn Trumps gripu þær á lofti og sögðu þær til marks um það hvað svokallaðir meginstraumsfjölmiðlar væru gegn Trump. Þeirra á meðal var Caroline Leavitt, talskona Trumps. .@BBCNews is dying because they are anti-Trump Fake News. Everyone should watch @GBNEWS! pic.twitter.com/bZFFkSATud— Karoline Leavitt (@PressSec) November 9, 2025 Í kjölfarið sögðu tveir hæst settu yfirmenn BBC af sér. Yfirtaka íhaldsmanna? Forsvarsmenn BBC ræddu við starfsmenn á fundi í vikunni. Þaðan hafa borist fregnir af því að starfsfólk hafi áhyggjur af því að íhaldssamir aðilar séu að reyna að taka yfir stjórn stofnunarinnar. Í frétt Deadline segir að einhverjir starfsmenn hafi vakið athygli á því að Robbie Gibb, einn stjórnarmanna BBC og samstarfsmaður höfundar minnisblaðsins sem leiddi til þessara deilna í Ritstjórnarviðmiða- og staðlanefnd stjórnarinnar, geti varla talist holdgervingur hlutleysis. Hann hefur umfangsmiklar pólitískar tengingar en hann var meðal annars fjölmiðlafulltrúi Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands fyrir Íhaldsflokkinn. Þá var Prescott skipaður í stjórn BBC af Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að hann hafði komið að stofnun GB News, mjög svo íhaldssams fjölmiðils, sem talskona Trumps sagði fólk að fylgja frekar en BBC í tístinu hér að ofan. Innan BBC eru margir sagðir telja að Gibb, sem starfaði einnig hjá GB News, hafi markvisst unnið að því að grafa undan fjölmiðlinum og draga hlutlægni hans í efa. Heimildarmenn Deadline sem sögðu frá fundinum sögðu marga hafa kvartað yfir Gibb en Samir Shah, formaður stjórnar BBC, hafi svarað á þá leið að ekki væri við hæfi að veitast að einstökum stjórnarmeðlimum. Allir í stjórninni hefðu hag BBC sér efst í huga og lýsti hann áhyggjum starfsmanna sem „samsæriskenningum“. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, var spurður á þingi í dag hvort hann myndi biðja Trump um að höfða ekki mál gegn BBC eða hvort hann gæti lofað því að breska þjóðin myndi ekki afhenda bandaríska forsetanum milljarð dala. Starmer svaraði spurningunni ekki með beinum hætti heldur sagðist hann styðja sterkt og sjálfstætt ríkisútvarp. Mistök hefðu verið gerð og gera þyrfti breytingar. 'President Trump is trying to destroy our BBC'Lib Dem leader Sir Ed Davey asks the prime minister to guarantee that Donald Trump 'won't get a single penny' from licence fee payers after the US president threatened to sue the BBC for $1bn.https://t.co/5RcYQVqpte📺 Sky 501 pic.twitter.com/tEMn2RxrWZ— Sky News (@SkyNews) November 12, 2025 Áttatíu milljónir frá CBS, ABC, Meta og Google Trump hefur lengi verið þekktur fyrir að nota lögsóknir og hótanir um lögsóknir til að koma höggi á fyrirtæki og fólk sem honum er illa við eða gegn fjölmiðlum sem fjalla ekki nægilega vel um hann. Frá því hann sneri aftur í Hvíta húsið hafa þó nokkrir bandarískir fjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og tæknifyrirtæki greitt honum fúlgur fjár í slíkum málum. Í júlí samþykktu stjórnendur Paramount, móðurfélags CBS News að greiða Trump sextán milljónir dala í sjóð forsetabókasafns Trumps vegna viðtals við Kamölu Harris í 60 mínútum. Trump höfðaði málið á þeim grunni að viðtal við Harris hafi verið klippt til að fegra ímynd hennar og koma niður á honum. Eins og fram kemur í grein Guardian voru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að málshöfðun Trumps væri alls ekki líkleg til árangurs. Þrátt fyrir það var ákveðið að greiða Trump vegna málsins en þá voru Paramount og Skydance að bíða eftir heimild frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir samruna félaganna. Sá samruni var samþykktur skömmu eftir að Paramount greiddi Trump vegna málsins. Forsvarsmenn CBS tilkynntu einnig skömmu seinna að spjallþátturinn Late Show, sem Stephen Colbert stýrir, yrði lagður niður. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Colbert og fagnaði ákvörðuninni óspart. Sjá einnig: Þjónkun við Trump? - CBS leggur niður Late Show Æðsti stjórnandi 60 mínútna hætti fyrr á árinu og sagðist hann þá hafa tapað sjálfstæði sínu í starfi. Sjá einnig: Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir ABC, sem er í eigu Disney, greiddi einnig Trump skaðabætur, alls fimmtán milljónir dala sem fóru í sjóð sem ætlaður er safni á vegum Trumps, vegna ummæla vegna ummæla George Stephanopoulos. Hann sagði í sjónvarpi að Trump hefði verið fundinn „ábyrgur fyrir nauðgun“ eftir að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að hann hafði brotið kynferðislega á blaðakonunni E. Jean Carroll. Trump hefur einnig höfðað mál gegn Meta og YouTube, sem Google á, og vegna þessara fjögurra mála hafa rúmlega áttatíu milljónir dala endað í sjóðum sem tengjast honum, mest vegna forsetabókasafns hans. Þessa dagana gustar mikið um breska ríkisútvarpið.AP/Kin Cheung Fjaðrafokið kringum Kimmel Þá er vert að rifja upp fjaðrafokið kringum ummæli þáttastjórnandans Jimmys Kimmel í haust. Eftir að Kimmel gaf til kynna að morðingi Charlies Kirk væri MAGA-liði eða Repúblikani og gerði grín að því hvernig Trump hefði syrgt Kirk, var þáttur hans tekinn úr loftinu um tíma. Trump fagnaði því ákaft og kallaði á forsvarsmenn annarra sjónvarpsstöðva til að taka aðra þætti úr loftinu. Þá hafa hann og Brendan Carr, formaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), ítrekað hótað því að svipta sjónvarpsstöðvar útsendingarleyfi.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira