Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 19:01 Hér má sjá glitta í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins, til hægri. Einnig er Júlíus Viggó Ólafsson á fundinum en han er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Vísir/Sigurjón Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent