Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2025 14:58 Tæknifyrirtækið Vélfag á Norðurlandi sætir þvingunaraðgerðum vegna ætlaðra tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið koma nálægt skuggaflota Rússa. Vélfag Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“. Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“.
Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49