Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 11:22 Lögregluþjónar að störfum við húsið sem um ræðir. AP/WRTV Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Maria Florinda Rios Perez var 32 ára gömul, fjögurra barna móðir, og höfðu hún og eiginmaður hennar verið að þrífa hús í Whitestown í um sjö mánuði. Þau stóðu á palli húss sem þau héldu að þau hefðu verið ráðin til að þrífa á og höfðu reynt að komast þar inn með lyklum þegar hún fékk skot í höfuðið. Þetta var á miðvikudaginn í síðustu viku. Í samtali við héraðsmiðilinn WRTV segir eiginmaður hennar að hann hafi ekki áttað sig á því að um byssuskot hafi verið að ræða fyrr en hún féll í arma hans, öll blóðug. Hann hefur kallað eftir réttlæti vegna dauða Mariu og segir að enginn sem sé mennskur geti banað fólki með þessum hætti. „Nú er ég einn með börnin mín og hann situr glaður heima hjá sér.“ Lögreglan sagði á föstudaginn að rannsókn málsins væri lokið og að það væri nú á höndum saksóknara að ákveða hvort eigandi hússins, sem hefur ekki verið nafngreindur, yrði ákærður eða ekki. AP fréttaveitan hefur eftir æðsta saksóknara sýslunnar að sú ákvörðun sé flókin. Í Indiana, og fjölmörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, eru lög sem segja til um að heimiliseigendur megi beita hæfilegu valdi, og þar með töldu banvænu, til að stöðva það sem þeir telja vera tilraun til að brjótast inn á heimili þeirra. Mauricio Velasquez, ekkill Mariu Florindu Rios Perez.AP/WRTV Kent Eastwood, áðurnefndur saksóknari, segist þurfa að kafa djúpt í gögn málsins til að skilja nákvæmlega hvað gerðist og hvernig. „Þú þarft að vita alla málavexti svo þú skiljir hvað gerðist og hvað sé hæfilegt,“ hefur AP eftir saksóknaranum. „Eitt það erfiðasta í þessum heimi í dag er að sammælast um hvað sé hæfilegt. Sem saksóknari er það meðal þess sem maður þarf að eiga við.“ Eastwoord hefur sagt að ákvörðun muni líklega liggja fyrir í vikunni. Íbúar kalla eftir ákæru Í sambærilegum málum annars staðar í Bandaríkjunum hefur saksóknurum tekist að lögsækja fólk. Meðal annars þegar 86 ára maður skaut þeldökkan táning sem fór húsavillt. Þá var maður sakfelldur fyrir morð eftir að hann skaut konu sem hafði keyrt fyrir mistök inn á innkeyrslu við hús hans. Margir íbúar Whitestown hafa komið eiginmanni Mariu til aðstoðar og hafa einnig kallað eftir því að sá sem skaut hana til bana verði ákærður. Í samtali við WRTV segir önnur kona sem rekur hreingerningarþjónustu að allir hafi einhvern tímann farið húsavillt. Óhugnanlegt sé að vita til þess að hætta sé á því að vera skotinn í slíkum tilfellum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Maria Florinda Rios Perez var 32 ára gömul, fjögurra barna móðir, og höfðu hún og eiginmaður hennar verið að þrífa hús í Whitestown í um sjö mánuði. Þau stóðu á palli húss sem þau héldu að þau hefðu verið ráðin til að þrífa á og höfðu reynt að komast þar inn með lyklum þegar hún fékk skot í höfuðið. Þetta var á miðvikudaginn í síðustu viku. Í samtali við héraðsmiðilinn WRTV segir eiginmaður hennar að hann hafi ekki áttað sig á því að um byssuskot hafi verið að ræða fyrr en hún féll í arma hans, öll blóðug. Hann hefur kallað eftir réttlæti vegna dauða Mariu og segir að enginn sem sé mennskur geti banað fólki með þessum hætti. „Nú er ég einn með börnin mín og hann situr glaður heima hjá sér.“ Lögreglan sagði á föstudaginn að rannsókn málsins væri lokið og að það væri nú á höndum saksóknara að ákveða hvort eigandi hússins, sem hefur ekki verið nafngreindur, yrði ákærður eða ekki. AP fréttaveitan hefur eftir æðsta saksóknara sýslunnar að sú ákvörðun sé flókin. Í Indiana, og fjölmörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, eru lög sem segja til um að heimiliseigendur megi beita hæfilegu valdi, og þar með töldu banvænu, til að stöðva það sem þeir telja vera tilraun til að brjótast inn á heimili þeirra. Mauricio Velasquez, ekkill Mariu Florindu Rios Perez.AP/WRTV Kent Eastwood, áðurnefndur saksóknari, segist þurfa að kafa djúpt í gögn málsins til að skilja nákvæmlega hvað gerðist og hvernig. „Þú þarft að vita alla málavexti svo þú skiljir hvað gerðist og hvað sé hæfilegt,“ hefur AP eftir saksóknaranum. „Eitt það erfiðasta í þessum heimi í dag er að sammælast um hvað sé hæfilegt. Sem saksóknari er það meðal þess sem maður þarf að eiga við.“ Eastwoord hefur sagt að ákvörðun muni líklega liggja fyrir í vikunni. Íbúar kalla eftir ákæru Í sambærilegum málum annars staðar í Bandaríkjunum hefur saksóknurum tekist að lögsækja fólk. Meðal annars þegar 86 ára maður skaut þeldökkan táning sem fór húsavillt. Þá var maður sakfelldur fyrir morð eftir að hann skaut konu sem hafði keyrt fyrir mistök inn á innkeyrslu við hús hans. Margir íbúar Whitestown hafa komið eiginmanni Mariu til aðstoðar og hafa einnig kallað eftir því að sá sem skaut hana til bana verði ákærður. Í samtali við WRTV segir önnur kona sem rekur hreingerningarþjónustu að allir hafi einhvern tímann farið húsavillt. Óhugnanlegt sé að vita til þess að hætta sé á því að vera skotinn í slíkum tilfellum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira