Skoðun

Glæpur eða gjörningur?

Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson skrifa

Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka.

Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar.

Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM.

Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar.

Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta.

Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð?

Svarið er einfalt.

Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti.

Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu.

En þar með er sagan aldeilis ekki öll.

Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda!

Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð!

Hvers vegna?

Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og:

Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar.

Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´

Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið).

Auðvitað.

Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug.

Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt.

Er ekki kominn tími á breytingar?

Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026.




Skoðun

Skoðun

Takk!

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Sjá meira


×