Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson hafa bæði orðið Íslandsmeistarar í CrossFit áður. @crossfit.iceland Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira