Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson hafa bæði orðið Íslandsmeistarar í CrossFit áður. @crossfit.iceland Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik)
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira