BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson þekkir það vel að keppa í sundgreinum á alþjóðlegum stórmótum í CrossFit. @dxbfitnesschamp Íslandsmótið í CrossFit fer fram um helgina þar sem keppt er í opnum flokki karla og kvenna. CrossFit Ísland hefur verið að kynna keppnisgreinarnar í aðdraganda mótsins sem hefst í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira