Erlent

Féll til jarðar rétt eftir flug­tak

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldur logaði í flugvélinni rétt eftir að hún tók á loft og hrapaði hún mjög fljótt.
Eldur logaði í flugvélinni rétt eftir að hún tók á loft og hrapaði hún mjög fljótt.

Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa.

Fljúga átti flugvélinni til Havaíeyja en hún féll til jarðar, í ljósum logum, rétt eftir að hún tók á loft. Fólk sem býr nærri vettvangi slyssins hefur verið beðið um að halda sig heima í bili.

Enn sem komið er eru fregnir af slösuðum eða látnum mjög takmarkaðar.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×