Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 19:12 Lögreglukonurnar störfuðu báðar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar áreitið hófst. Vísir/Vilhelm Lögreglukonur sem lentu í eltihrelli segja að halda þurfi betur utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. Sálfræðingur segir eltihrella geta haft gríðarleg áhrif á starfsgetu lögreglumanna. Í nýju tímariti Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna, stíga tvær lögreglukonur á höfuðborgarsvæðinu fram og opna sig um eltihrelli sem áreitti þær báðar árum saman. Fyrri konan losaði manninn eitt sinn úr klefa á Hverfisgötu en hann var þar tíður gestur, glímdi bæði við fíkni- og geðrænan vanda. Myrti ættingja sinn Hann fékk konuna á heilann og fór að segja fólki að hún væri eiginkona hans. Áreitið náði vissu hámarki þegar hann hringdi í Neyðarlínuna og sagðist ætla að drepa eiginmann hennar. Eftir að hafa áreitt hana í nokkur ár hóf hann að áreita aðra lögreglukonu sem var fyrst á vettvang í útkall vegna mannsins. Hann hóf að hrella hana, og hóta henni og fjölskyldu hennar. Þetta ástand varði árum saman, í raun þar til maðurinn var handtekinn einn daginn, grunaður um morð á nákomnum ættingja sínum. Hann var síðar dæmdur fyrir morðið og vistaður á réttargeðdeild. Flókin staða fyrir fórnarlömbin Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur sem starfar hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, segir sér hafa brugðið við að lesa frásagnir kvennanna. „Það er auðvitað þannig með lögreglumenn, að þó áhrif eltihrellis séu þau sömu á almenning og lögregluna, þá eru þeir í því hlutverki að koma og veita öðrum stuðning og öryggistilfinningu. Þannig að standa í þeirri stöðu að þurfa að bregðast við þessu, það er alltaf öllu flóknara,“ segir Ólafur. Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur og forstöðumaður hjá Ríkislögreglustjóra.Vísir/Lýður Valberg Þarf að efla stuðning Konurnar vilja að betur sé haldið utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. „Almennt þarf efla þessar öryggisráðstafanir fyrir fólk sem sætir þessu alvarlegu áreiti. Efla stuðning við þá sem verða fyrir slíku,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Í nýju tímariti Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna, stíga tvær lögreglukonur á höfuðborgarsvæðinu fram og opna sig um eltihrelli sem áreitti þær báðar árum saman. Fyrri konan losaði manninn eitt sinn úr klefa á Hverfisgötu en hann var þar tíður gestur, glímdi bæði við fíkni- og geðrænan vanda. Myrti ættingja sinn Hann fékk konuna á heilann og fór að segja fólki að hún væri eiginkona hans. Áreitið náði vissu hámarki þegar hann hringdi í Neyðarlínuna og sagðist ætla að drepa eiginmann hennar. Eftir að hafa áreitt hana í nokkur ár hóf hann að áreita aðra lögreglukonu sem var fyrst á vettvang í útkall vegna mannsins. Hann hóf að hrella hana, og hóta henni og fjölskyldu hennar. Þetta ástand varði árum saman, í raun þar til maðurinn var handtekinn einn daginn, grunaður um morð á nákomnum ættingja sínum. Hann var síðar dæmdur fyrir morðið og vistaður á réttargeðdeild. Flókin staða fyrir fórnarlömbin Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur sem starfar hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, segir sér hafa brugðið við að lesa frásagnir kvennanna. „Það er auðvitað þannig með lögreglumenn, að þó áhrif eltihrellis séu þau sömu á almenning og lögregluna, þá eru þeir í því hlutverki að koma og veita öðrum stuðning og öryggistilfinningu. Þannig að standa í þeirri stöðu að þurfa að bregðast við þessu, það er alltaf öllu flóknara,“ segir Ólafur. Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur og forstöðumaður hjá Ríkislögreglustjóra.Vísir/Lýður Valberg Þarf að efla stuðning Konurnar vilja að betur sé haldið utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. „Almennt þarf efla þessar öryggisráðstafanir fyrir fólk sem sætir þessu alvarlegu áreiti. Efla stuðning við þá sem verða fyrir slíku,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira