Innlent

Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunar­sveit kölluð út

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Útkallið reyndist ekki á rökum reist.
Útkallið reyndist ekki á rökum reist. Vísir/Anton Brink

Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum barst á fimmta tímanum ábendingar um bát í vandræðum út af Gróttu sem ekki reyndust á rökum reistar. Þyrla var kölluð út og þrír bátar frá björgunarsveitum í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar taldi innhringjandi sig sjá bát hvolfa. Því var fullt viðbragð björgunarsveita og Landhelgisgæslu.

Í ljós hafi komið að ábendingin hafi ekki reynst á rökum reist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×