Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 23:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist viss um að Demókratar muni lúffa. AP/Mark Schiefelbein Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að láta Demókrata „kúga sig“ til samninga og kallar áfram eftir því að Repúblikanar beiti „kjarnorkuúrræðinu“ svokallaða. Leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem stýrir 53 þingmanna meirihluta, af hundrað, segist ekki hafa nægt atkvæði til að beita kjarnorkuúrræðinu, sem snýr að því að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta snýst um að í öldungadeildinni þarf oftar en ekki atkvæði sextíu þingmanna af hundrað, til að gera frumvarp að lögum. Það á meðal annars við um fjárlög. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni og var rekstur ríkisins því stöðvaður þann 1. október. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Telur að Demókratar verði að lúffa Í viðtali sem birtist í þætti 60 Mínútna í gær sagðist Trump ekki ætla að semja við Demókrata. Hann ætlaði ekki að láta þá kúga sig. Demókratar væru óðir. Þá sagðist Trump telja að Demókratar myndu á endanum gefa eftir og samþykkja frumvarpið. „Ég held þeir verði að gera það,“ sagði Trump. „Og ef þeir greiða ekki atkvæði, þá er það þeirra vandamál.“ Þá kallaði hann eftir því að beita kjarnorkuúrræðinu og binda enda á regluna um aukinn meirihluta. John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagðist ekki hafa nægt atkvæði til að gera það. „Repúblikanar þurfa að vera harðari,“ sagði Trump. „Ef þeir binda enda á regluna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum. Við munum ekki missa völd.“ Hann sagði Repúblikana ekki vilja breyta reglunni vegna þess að Demókratar myndu einhvern tímann ná meirihluta í öldungadeildinni og þá gætu þeir gert það sem þeim sýnist. „Það er satt en veistu hvað. Við erum hérna núna.“ “I think we should do the nuclear option,” says President Trump of the government shutdown. “This is a totally different nuclear, by the way. It's called ending the filibuster.” https://t.co/GI4BCgOvby pic.twitter.com/RcQ7zqXT05— 60 Minutes (@60Minutes) November 3, 2025 Áhugasamir geta séð óklippta útgáfu af viðtalinu hér. Forsetinn sagði einnig í viðtalinu að búið væri að halda fjölda atkvæðagreiðslna í öldungadeildinni en Demókratar neituðu að samþykkja frumvarpið og sagði þá „brjálaða geðsjúklinga“. Þá gagnrýndi hann heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gjarnan er kallað „Obamacare“ en heitir í raun „Affordable Care Act“. Repúblikanar og Trump hafa margsinnis reynt að fella það úr gildi en án árangurs. Þá hafa þeir einnig margsinnis sagt nauðsynlegt að laga kerfið en á fyrra kjörtímabili sínu sagðist Trump ítrekað nokkra daga frá því að kynna þá áætlun sína. Það gerði hann þó aldrei. Í viðtalinu sagðist hann tilbúinn til að laga heilbrigðiskerfið, eftir að Demókratar samþykkja fjárlagafrumvarpið. Þegar hann var spurður út í það nánar sagði hann ekkert um hvernig hægt yrði að laga kerfið, annað en að það yrði lagað. What is President Trump doing to end the government shutdown?“What we're doing is we keep voting. I mean, the Republicans are voting almost unanimously to end, and the Democrats keep voting against ending it,” says Trump. pic.twitter.com/f6smwqi8Jn— 60 Minutes (@60Minutes) November 3, 2025 Hann viðurkenndi að hann hefði talað lengi um að laga heilbrigðiskerfið og vísaði til þess þegar honum tókst það næstum því. Það var árið 2017 þegar þingmaðurinn John McCain kom einn í veg fyrir að Obamacare yrði fellt niður. Sjá einnig: Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Thune sagði blaðamönnum í dag að hann væri vongóður um að fjárlagafrumvarpið gæti verið samþykkt í þessari viku. Einhver árangur þyrfti þó að nást á næstu tveimur dögum. On his way in, Thune says “the votes aren’t there” to get rid of the filibuster. When asked if he’s talked with Trump about it, Thune responded with a laugh: “Oh, yeah”— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) November 3, 2025 Þá hefur AP fréttaveitan eftir Tim Kaine, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins, að þingmenn beggja flokka hafi rætt sín á milli. Óljóst sé þó hvort það geti leitt til einhverrar niðurstöðu. Lengsta stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna varði í 35 daga frá desember 2018 til janúar 2019, þegar Trump lét af kröfum sínum um fjárveitingar til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi stöðvun verður orðin 36 daga löng á miðvikudaginn. Á morgun, þriðjudag, eru kosningar þar sem kjósendur víða um Bandaríkin munu velja sér ríkisstjóra, þingmenn og borgarstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Úrslit í þeim kosningum gæti haft áhrif á viðræður flokkanna um fjárlögin. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að láta Demókrata „kúga sig“ til samninga og kallar áfram eftir því að Repúblikanar beiti „kjarnorkuúrræðinu“ svokallaða. Leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem stýrir 53 þingmanna meirihluta, af hundrað, segist ekki hafa nægt atkvæði til að beita kjarnorkuúrræðinu, sem snýr að því að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta snýst um að í öldungadeildinni þarf oftar en ekki atkvæði sextíu þingmanna af hundrað, til að gera frumvarp að lögum. Það á meðal annars við um fjárlög. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni og var rekstur ríkisins því stöðvaður þann 1. október. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Telur að Demókratar verði að lúffa Í viðtali sem birtist í þætti 60 Mínútna í gær sagðist Trump ekki ætla að semja við Demókrata. Hann ætlaði ekki að láta þá kúga sig. Demókratar væru óðir. Þá sagðist Trump telja að Demókratar myndu á endanum gefa eftir og samþykkja frumvarpið. „Ég held þeir verði að gera það,“ sagði Trump. „Og ef þeir greiða ekki atkvæði, þá er það þeirra vandamál.“ Þá kallaði hann eftir því að beita kjarnorkuúrræðinu og binda enda á regluna um aukinn meirihluta. John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagðist ekki hafa nægt atkvæði til að gera það. „Repúblikanar þurfa að vera harðari,“ sagði Trump. „Ef þeir binda enda á regluna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum. Við munum ekki missa völd.“ Hann sagði Repúblikana ekki vilja breyta reglunni vegna þess að Demókratar myndu einhvern tímann ná meirihluta í öldungadeildinni og þá gætu þeir gert það sem þeim sýnist. „Það er satt en veistu hvað. Við erum hérna núna.“ “I think we should do the nuclear option,” says President Trump of the government shutdown. “This is a totally different nuclear, by the way. It's called ending the filibuster.” https://t.co/GI4BCgOvby pic.twitter.com/RcQ7zqXT05— 60 Minutes (@60Minutes) November 3, 2025 Áhugasamir geta séð óklippta útgáfu af viðtalinu hér. Forsetinn sagði einnig í viðtalinu að búið væri að halda fjölda atkvæðagreiðslna í öldungadeildinni en Demókratar neituðu að samþykkja frumvarpið og sagði þá „brjálaða geðsjúklinga“. Þá gagnrýndi hann heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gjarnan er kallað „Obamacare“ en heitir í raun „Affordable Care Act“. Repúblikanar og Trump hafa margsinnis reynt að fella það úr gildi en án árangurs. Þá hafa þeir einnig margsinnis sagt nauðsynlegt að laga kerfið en á fyrra kjörtímabili sínu sagðist Trump ítrekað nokkra daga frá því að kynna þá áætlun sína. Það gerði hann þó aldrei. Í viðtalinu sagðist hann tilbúinn til að laga heilbrigðiskerfið, eftir að Demókratar samþykkja fjárlagafrumvarpið. Þegar hann var spurður út í það nánar sagði hann ekkert um hvernig hægt yrði að laga kerfið, annað en að það yrði lagað. What is President Trump doing to end the government shutdown?“What we're doing is we keep voting. I mean, the Republicans are voting almost unanimously to end, and the Democrats keep voting against ending it,” says Trump. pic.twitter.com/f6smwqi8Jn— 60 Minutes (@60Minutes) November 3, 2025 Hann viðurkenndi að hann hefði talað lengi um að laga heilbrigðiskerfið og vísaði til þess þegar honum tókst það næstum því. Það var árið 2017 þegar þingmaðurinn John McCain kom einn í veg fyrir að Obamacare yrði fellt niður. Sjá einnig: Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Thune sagði blaðamönnum í dag að hann væri vongóður um að fjárlagafrumvarpið gæti verið samþykkt í þessari viku. Einhver árangur þyrfti þó að nást á næstu tveimur dögum. On his way in, Thune says “the votes aren’t there” to get rid of the filibuster. When asked if he’s talked with Trump about it, Thune responded with a laugh: “Oh, yeah”— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) November 3, 2025 Þá hefur AP fréttaveitan eftir Tim Kaine, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins, að þingmenn beggja flokka hafi rætt sín á milli. Óljóst sé þó hvort það geti leitt til einhverrar niðurstöðu. Lengsta stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna varði í 35 daga frá desember 2018 til janúar 2019, þegar Trump lét af kröfum sínum um fjárveitingar til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi stöðvun verður orðin 36 daga löng á miðvikudaginn. Á morgun, þriðjudag, eru kosningar þar sem kjósendur víða um Bandaríkin munu velja sér ríkisstjóra, þingmenn og borgarstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Úrslit í þeim kosningum gæti haft áhrif á viðræður flokkanna um fjárlögin.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira