Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 15:21 Ragnhildur og Hrefna, eigendur Auðnast, fjalla um sjö lykilþætti sem skipta máli bæði í leik og starfi. Getty Hvernig tekst sumum að halda ró þegar allt er á yfirsnúningi og jafnvel hafa jákvæð áhrif á aðra í kringum sig? Er hægt að læra þessa hæfni? Svörin liggja í færni sem hægt er að þjálfa, hæfni sem hefur áhrif á okkur sjálf og samskipti við aðra. Í nýjasta hlaðvarpsþætti Auðnast, sem ber heitið „Frá innri ró til ytri áhrifa“, ræða Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir, eigendur Auðnast, sjö lykilþætti sem skipta máli bæði í leik og starfi. Þær fjalla um hvernig við getum þróað með okkur dýpri skilning á sjálfum okkur og byggt upp getu til að hafa raunveruleg áhrif í lífi okkar. „Þessir lykilþættir eru gjarnan nefndir soft skills, en í raun eru þetta kjarnaþættir sem móta hvernig við eigum samskipti, tökumst á við álag og breytingar í daglegu lífi,“ segir Hrefna. Ragnhildur segir þættina ekki vera tæknilega hæfileika heldur sálræna og félagslega þætti sem segja mikið til um hvernig við tengjumst öðrum, höfum áhrif og náum árangri í samskiptum. „Þeir verða til innra með okkur í því hvernig við skiljum okkur sjálf, hugsum og bregðumst við og endurspeglast síðan í samskiptum okkar. Þetta eru hlutir sem þarf að þjálfa. Þetta er ekki eitthvað sem fólk fæðist með, það þarf einfaldlega að æfa sig,“ segir hún. Ragnhildur og Hrefna eru eigendur Auðnast. Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjálfsstjórn: Hæfni til að staldra við þegar tilfinningar ráða ríkjum og taka meðvitaða ákvörðun um næstu skref. Mikilvægur þáttur í að draga úr samskiptavanda á vinnustað. „Ef þú nærð að halda kúlinu án þess að fara í vörn þá róast rýmið, þá róast í raun og veru umhverfi þitt og þið náið jafnvel að sigla úr tilfinningalega uppnáminu í rökréttu þættina,“ segir Ragnhildur sem dæmi. Þrautseigja: Að halda áfram þrátt fyrir áskoranir, vaxa í verkefnum og treysta eigin getu með sveigjanleika í hugsun. Dómgreind: Hæfni til að sjá heildarmyndina og greina á milli mikilvægra og minna mikilvægra þátta. Skapar traust í bæði leiðtogahlutverki og samstarfi. Stefnumiðuð aðlögunarhæfni: Að geta brugðist við breytingum á markvissan hátt á meðan staðið er vörð um eigin gildi. Mikilvæg hæfni á síbreytilegum vinnumarkaði. Áhrifarík samskipti: Að hlusta, skilja og samþætta ólík sjónarmið. Kunnátta í uppbyggilegri lausn ágreinings er lykilatriði. Sannfæringarkraftur: Að hafa orð og gjörðir í samræmi við eigin gildi skapar trúverðugleika og áhrif í umhverfinu. Persónutöfrar: Skapa nærveru sem byggir á öryggi og virðingu, sem gerir aðra örugga og velkomna í kringum sig. „Hvernig líður fólki í kringum mig? Er fólk að upplifa það að ég sé að hlusta á það, að ég sjái það og er ég skapa þannig nærveru að fólk upplifi sig öruggt?“ Kjarni leiðtogahlutverks Hrefna dregur þetta saman og segir umrædda þætti fela í sér ákveðið þroskaferli: „Frá því að þróa innri ró og seiglu, yfir í dómgreind og aðlögunarhæfni, og svo að ytri þáttum eins og áhrifum í samskiptum og hæfni til að leiða aðra, er þetta í raun og veru þroskaferli. Þetta er kjarni alls leiðtogahlutverks. Ef þú velur að hugsa um það, hverjir hafa verið leiðtogar í kringum þig? Það er líklega fólk sem sýnir þessa eiginleika.“ „Við þurfum ekki að vera ráðin í ákveðið hlutverk – þetta snýst ekki um titilinn leiðtogi.“ Ragnhildur tekur undir orð Hrefnu: „Eigum við ekki öll að finna leiðtogann í okkur? Þó að við viljum ekki vera leiðtogar fyrir aðra, getum við verið leiðtogar fyrir okkur sjálf.“ Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast sinnir ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu og halda þær Ragnhildur og Hrefna úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengjast þeirra daglegu störfum. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Heilsa Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Sjá meira
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Auðnast, sem ber heitið „Frá innri ró til ytri áhrifa“, ræða Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir, eigendur Auðnast, sjö lykilþætti sem skipta máli bæði í leik og starfi. Þær fjalla um hvernig við getum þróað með okkur dýpri skilning á sjálfum okkur og byggt upp getu til að hafa raunveruleg áhrif í lífi okkar. „Þessir lykilþættir eru gjarnan nefndir soft skills, en í raun eru þetta kjarnaþættir sem móta hvernig við eigum samskipti, tökumst á við álag og breytingar í daglegu lífi,“ segir Hrefna. Ragnhildur segir þættina ekki vera tæknilega hæfileika heldur sálræna og félagslega þætti sem segja mikið til um hvernig við tengjumst öðrum, höfum áhrif og náum árangri í samskiptum. „Þeir verða til innra með okkur í því hvernig við skiljum okkur sjálf, hugsum og bregðumst við og endurspeglast síðan í samskiptum okkar. Þetta eru hlutir sem þarf að þjálfa. Þetta er ekki eitthvað sem fólk fæðist með, það þarf einfaldlega að æfa sig,“ segir hún. Ragnhildur og Hrefna eru eigendur Auðnast. Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjálfsstjórn: Hæfni til að staldra við þegar tilfinningar ráða ríkjum og taka meðvitaða ákvörðun um næstu skref. Mikilvægur þáttur í að draga úr samskiptavanda á vinnustað. „Ef þú nærð að halda kúlinu án þess að fara í vörn þá róast rýmið, þá róast í raun og veru umhverfi þitt og þið náið jafnvel að sigla úr tilfinningalega uppnáminu í rökréttu þættina,“ segir Ragnhildur sem dæmi. Þrautseigja: Að halda áfram þrátt fyrir áskoranir, vaxa í verkefnum og treysta eigin getu með sveigjanleika í hugsun. Dómgreind: Hæfni til að sjá heildarmyndina og greina á milli mikilvægra og minna mikilvægra þátta. Skapar traust í bæði leiðtogahlutverki og samstarfi. Stefnumiðuð aðlögunarhæfni: Að geta brugðist við breytingum á markvissan hátt á meðan staðið er vörð um eigin gildi. Mikilvæg hæfni á síbreytilegum vinnumarkaði. Áhrifarík samskipti: Að hlusta, skilja og samþætta ólík sjónarmið. Kunnátta í uppbyggilegri lausn ágreinings er lykilatriði. Sannfæringarkraftur: Að hafa orð og gjörðir í samræmi við eigin gildi skapar trúverðugleika og áhrif í umhverfinu. Persónutöfrar: Skapa nærveru sem byggir á öryggi og virðingu, sem gerir aðra örugga og velkomna í kringum sig. „Hvernig líður fólki í kringum mig? Er fólk að upplifa það að ég sé að hlusta á það, að ég sjái það og er ég skapa þannig nærveru að fólk upplifi sig öruggt?“ Kjarni leiðtogahlutverks Hrefna dregur þetta saman og segir umrædda þætti fela í sér ákveðið þroskaferli: „Frá því að þróa innri ró og seiglu, yfir í dómgreind og aðlögunarhæfni, og svo að ytri þáttum eins og áhrifum í samskiptum og hæfni til að leiða aðra, er þetta í raun og veru þroskaferli. Þetta er kjarni alls leiðtogahlutverks. Ef þú velur að hugsa um það, hverjir hafa verið leiðtogar í kringum þig? Það er líklega fólk sem sýnir þessa eiginleika.“ „Við þurfum ekki að vera ráðin í ákveðið hlutverk – þetta snýst ekki um titilinn leiðtogi.“ Ragnhildur tekur undir orð Hrefnu: „Eigum við ekki öll að finna leiðtogann í okkur? Þó að við viljum ekki vera leiðtogar fyrir aðra, getum við verið leiðtogar fyrir okkur sjálf.“ Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast sinnir ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu og halda þær Ragnhildur og Hrefna úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengjast þeirra daglegu störfum. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Heilsa Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Sjá meira