Sport

Ítalinn hoppaði upp fyrir Al­caraz eftir sigur í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sinner hefur átt magnað ár.
Sinner hefur átt magnað ár. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Hinn ítalski Jannik Sinner er kominn í efsta sæti heimslistans í tennis eftir að sigra meistaramótið í París án þessa að tapa einu einasta setti á mótinu.

Sinner lagði Felix Auger-Aliassime í úrslitaeinvíginu í París og hirti um leið efsta sæti heimslistans af Carlos Alcaraz.

Hinn 24 ára gamli Sinner er hægt og rólega að verða konungur innanhúss vallanna, svo lengi sem undirlagið er hart. Hann hefur nú unnið 26 slíka leiki í röð. Þarf að fara aftur til úrslita Davis-bikarsins árið 2023 til að finna síðasta tapleik Danans á slíkum velli.

Sigurinn þýðir jafnframt að Sinner og hinn 22 ára gamli Alcaraz munu leika um toppsæti heimslistans á lokamóti ársins. Þeir tveir hafa unnið átta risamót til samans og bera hreinlega af um þessar mundir.

„Þetta var spennuþrunginn úrslitaleikur, vitandi hvað var undir. Frá mínum bæjardyrum séð er ég ótrúlega glaður. Við höfum reynt að vinna í hlutum og að ná þessum úrslitum gerir mig virkilega glaðan. Þetta hefur verið frábært ár, sama hvað gerist í Tórínó,“ sagði Sinner að keppni lokinni.

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist þegar árið rennur sitt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×