Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 10:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Reglan um aukinn meirihluta snýst um að í öldungadeildinni þarf oftar en ekki atkvæði sextíu þingmanna af hundrað, til að gera frumvarp að lögum. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og flestir Demókratar hafa ekki viljað greiða atkvæði með bráðabirgðafjárlögum Repúblikana, sem samþykkt voru með einföldum meirihluta í fulltrúadeildinni, og var rekstur ríkisins því stöðvaður þann 1. október. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Segir Demókrata „óða geðsjúklinga“ Í langri færslu sem hann skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, í nótt sagði Trump að John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, og Mike Johnons, forseti fulltrúadeildarinnar, væru að standa sig frábærlega í starfi. Demókratar væru hins vegar „óðir geðsjúklingar“ sem væru búnir að missa vitið. Forsetinn laug því að Demókratar væru að berjast fyrir því að veita fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum heilbrigðisþjónustu, eins og Repúblikanar og ríkisstjórn Trumps hafa ítrekað haldið fram, en það er ekki rétt. Trump sagði að þetta fólk ætti slíkt ekki skilið. Þetta væri fólk sem hefði komið til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti og margir úr fangelsum eða geðheilbrigðisstofum. Því kallaði hann eftir því að Thune felldi úr gildi reglu öldungadeildarinnar um aukinn meirihluta. Þannig sagði Trump að hægt væri að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik og það strax. „Nú er kominn tími fyrir Repúblikana til að beita „Trump-spili“ þeirra, og beita því sem kallað er kjarnorkuúrræðið. Losið ykkur við regluna um aukinn meirihluta, STRAX!“ Trump sagði einnig í færslunni að Demókratar hefðu lengi ætlað sér að fella þessa reglu úr gildi en hefðu ekki getað það. Þeir hefðu viljað fjölga dómurum í Hæstarétti Bandaríkjanna og fylla réttinn af sínu fólki. Hann sagði þá einnig vilja gera Washington DC og Púertó Ríkó að ríkjum Bandaríkjanna og þar með fjölga sínum öldungadeildarþingmönnum um fjóra og fá fjölmörg sæti í fulltrúadeildinni. Hann sagði að nú væru Repúblikanar með völdin og þeir þyrftu að nýta þau, sérstaklega til að að fella regluna um aukinn meirihluta almennt úr gildi og opna ríkisreksturinn aftur. Í viðbótarfærslu, þar sem hin virðist hafa verið of löng, bætti Trump við Repúblikanar hefðu einungis einn valkost, vegna þess að Demókratar hefðu misst vitið. „BEITIÐ „KJARNORKUÚRRÆÐINU“, LOSIÐ YKKUR VIÐ REGLUNA UM AUKINN MEIRIHLUTA OG GERIÐ AMERÍKIU MIKLA Á NÝ!“ Hvort leiðtogar Repúblikanaflokksins verði við þessar kröfu Trumps verður að koma í ljós en það mun ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi. Þingmenn öldungadeildarinnar fóru í langt helgarfrí í gær. Þar með tryggðu þeir svo gott sem að þessi stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna yrði sú lengasta í sögunni. Á morgun (laugardag) rennur úr gildi mataraðstoð ríkisins sem kallast SNAP en áttundi hver Bandaríkjamaður er sagður reiða á þessa aðstoð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. 31. október 2025 09:00 Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. 31. október 2025 07:12 Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. 30. október 2025 17:00 Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. 30. október 2025 09:53 Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. 30. október 2025 07:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Reglan um aukinn meirihluta snýst um að í öldungadeildinni þarf oftar en ekki atkvæði sextíu þingmanna af hundrað, til að gera frumvarp að lögum. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og flestir Demókratar hafa ekki viljað greiða atkvæði með bráðabirgðafjárlögum Repúblikana, sem samþykkt voru með einföldum meirihluta í fulltrúadeildinni, og var rekstur ríkisins því stöðvaður þann 1. október. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Segir Demókrata „óða geðsjúklinga“ Í langri færslu sem hann skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, í nótt sagði Trump að John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, og Mike Johnons, forseti fulltrúadeildarinnar, væru að standa sig frábærlega í starfi. Demókratar væru hins vegar „óðir geðsjúklingar“ sem væru búnir að missa vitið. Forsetinn laug því að Demókratar væru að berjast fyrir því að veita fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum heilbrigðisþjónustu, eins og Repúblikanar og ríkisstjórn Trumps hafa ítrekað haldið fram, en það er ekki rétt. Trump sagði að þetta fólk ætti slíkt ekki skilið. Þetta væri fólk sem hefði komið til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti og margir úr fangelsum eða geðheilbrigðisstofum. Því kallaði hann eftir því að Thune felldi úr gildi reglu öldungadeildarinnar um aukinn meirihluta. Þannig sagði Trump að hægt væri að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik og það strax. „Nú er kominn tími fyrir Repúblikana til að beita „Trump-spili“ þeirra, og beita því sem kallað er kjarnorkuúrræðið. Losið ykkur við regluna um aukinn meirihluta, STRAX!“ Trump sagði einnig í færslunni að Demókratar hefðu lengi ætlað sér að fella þessa reglu úr gildi en hefðu ekki getað það. Þeir hefðu viljað fjölga dómurum í Hæstarétti Bandaríkjanna og fylla réttinn af sínu fólki. Hann sagði þá einnig vilja gera Washington DC og Púertó Ríkó að ríkjum Bandaríkjanna og þar með fjölga sínum öldungadeildarþingmönnum um fjóra og fá fjölmörg sæti í fulltrúadeildinni. Hann sagði að nú væru Repúblikanar með völdin og þeir þyrftu að nýta þau, sérstaklega til að að fella regluna um aukinn meirihluta almennt úr gildi og opna ríkisreksturinn aftur. Í viðbótarfærslu, þar sem hin virðist hafa verið of löng, bætti Trump við Repúblikanar hefðu einungis einn valkost, vegna þess að Demókratar hefðu misst vitið. „BEITIÐ „KJARNORKUÚRRÆÐINU“, LOSIÐ YKKUR VIÐ REGLUNA UM AUKINN MEIRIHLUTA OG GERIÐ AMERÍKIU MIKLA Á NÝ!“ Hvort leiðtogar Repúblikanaflokksins verði við þessar kröfu Trumps verður að koma í ljós en það mun ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi. Þingmenn öldungadeildarinnar fóru í langt helgarfrí í gær. Þar með tryggðu þeir svo gott sem að þessi stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna yrði sú lengasta í sögunni. Á morgun (laugardag) rennur úr gildi mataraðstoð ríkisins sem kallast SNAP en áttundi hver Bandaríkjamaður er sagður reiða á þessa aðstoð, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. 31. október 2025 09:00 Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. 31. október 2025 07:12 Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. 30. október 2025 17:00 Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. 30. október 2025 09:53 Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. 30. október 2025 07:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. 31. október 2025 09:00
Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. 31. október 2025 07:12
Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. 30. október 2025 17:00
Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. 30. október 2025 09:53
Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. 30. október 2025 07:56
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent