Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2025 11:02 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Ívar Fannar Mögulega þarf að skera niður í starfsteymum landsliða Íslands í handbolta fyrir komandi stórmót vegna slæmrar fjárhagsstöðu HSÍ. Allt kapp er lagt á að svo sé ekki samkvæmt framkvæmdastjóra sambandsins. Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira