Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2025 11:02 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Ívar Fannar Mögulega þarf að skera niður í starfsteymum landsliða Íslands í handbolta fyrir komandi stórmót vegna slæmrar fjárhagsstöðu HSÍ. Allt kapp er lagt á að svo sé ekki samkvæmt framkvæmdastjóra sambandsins. Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira