Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2025 10:38 Í kvennaverkfalli á Kvennafrídegi í síðustu viku var ein krafa að kynbundnu ofbeldi yrði útrýmt. Þar voru líka til sýnis ýmis minnismerki úr kvennabaráttu síðusu ára eins og þessi tjákn sem fólk birti fyrir nokkrum árum á Facebook til marks um það hvort þau hefðu verið beitt ofbeldi eða þekki einhvern sem hefur verið beittur ofbeldi. Vísir/Anton Brink Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu níu mánuði ársins. Þar kemur fram að tilkynnt brot voru sjö prósentum fleiri en að meðaltali yfir sama tímabil síðastliðin þrjú ár. Það sem af er ári voru flest brot tilkynnt í ágúst, þegar þau voru 63 brot. Brotunum muni fjölga Brot sem áttu sér stað í janúar til september á þessu ári og voru tilkynnt til lögreglu eru 330. Í skýrslu segir að leika megi líkur að því að sú tala muni hækka þegar frá líður þar sem nokkur tími geti liðið frá því að brot á sér stað þar til það er tilkynnt til lögreglu. Á tímabilinu var tilkynnt um 156 nauðganir, 94 kynferðisbrot gegn börnum, 95 tilvik kynferðislegrar áreitni og stafrænna brota og 29 blygðunarsemisbrot. Þá hafa verið skráð 35 vændisbrot á tímabilinu en til samanburðar voru slík brot að meðaltali 15 á sama tímabili árin 2022 til 2024. Í skýrslunni kemur fram að slík verkefni séu alla jafna frumkvæðisvinna lögreglunnar. Það er alls ekki mestur fjöldi slíkra brota sem hafa verið skráð hjá lögreglunni því samkvæmt skýrslunni voru þau 175 árið 2013, 110 árið 2019, 42 árið 2020 og 44 árið 2021. Flestir gerendur karlmenn og þolendur konur Í skýrslunni kemur jafnframt fram að grunaðir í kynferðisbrotum sem voru tilkynnt til lögreglunnar hafi flestir verið karlmenn, eða 94 prósent. Það er svipað hlutfall og fyrri ár. Þá kemur fram að tæp 30 prósent voru undir 25 ára aldri. Þegar aðeins er litið til nauðgana má sjá að hlutfallið er rúmur þriðjungur undir 25 ára aldri. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur eru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Þegar litið er til nauðgana voru 64 prósent þolenda undir 25 ára. Þá kemur fram í tilkynningu um skýrsluna að í tengslum við vitundarvakninguna Góða skemmtun í sumar hafi sérstaklega verið skoðuð kynferðisbrot sem voru tilkynnt lögreglu og áttu sér stað um helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, í sumar, frá júní og til loka ágúst. Brotin voru 64 um helgar í sumar, sem er mjög svipaður fjöldi og síðastliðin tvö ár. Tilkynntar nauðganir voru færri um helgar í sumar þetta árið en síðastliðin tvö ár. Þær voru sautján í samanburði við 22 síðustu tvö ár. Þá voru skráð sjö brot um helgar í sumar sem tengdust kaupum á vændi en brotin voru tíu um helgar í fyrra, en ekkert slíkt brot var tilkynnt um helgi sumarið 2022. Brotin dreifðust með sambærilegum hætti um landið og fyrri ár. Í kringum 33 prósent brotanna voru tilkynnt til lögreglunnar á landsbyggðinni og 67 prósent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vændi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu níu mánuði ársins. Þar kemur fram að tilkynnt brot voru sjö prósentum fleiri en að meðaltali yfir sama tímabil síðastliðin þrjú ár. Það sem af er ári voru flest brot tilkynnt í ágúst, þegar þau voru 63 brot. Brotunum muni fjölga Brot sem áttu sér stað í janúar til september á þessu ári og voru tilkynnt til lögreglu eru 330. Í skýrslu segir að leika megi líkur að því að sú tala muni hækka þegar frá líður þar sem nokkur tími geti liðið frá því að brot á sér stað þar til það er tilkynnt til lögreglu. Á tímabilinu var tilkynnt um 156 nauðganir, 94 kynferðisbrot gegn börnum, 95 tilvik kynferðislegrar áreitni og stafrænna brota og 29 blygðunarsemisbrot. Þá hafa verið skráð 35 vændisbrot á tímabilinu en til samanburðar voru slík brot að meðaltali 15 á sama tímabili árin 2022 til 2024. Í skýrslunni kemur fram að slík verkefni séu alla jafna frumkvæðisvinna lögreglunnar. Það er alls ekki mestur fjöldi slíkra brota sem hafa verið skráð hjá lögreglunni því samkvæmt skýrslunni voru þau 175 árið 2013, 110 árið 2019, 42 árið 2020 og 44 árið 2021. Flestir gerendur karlmenn og þolendur konur Í skýrslunni kemur jafnframt fram að grunaðir í kynferðisbrotum sem voru tilkynnt til lögreglunnar hafi flestir verið karlmenn, eða 94 prósent. Það er svipað hlutfall og fyrri ár. Þá kemur fram að tæp 30 prósent voru undir 25 ára aldri. Þegar aðeins er litið til nauðgana má sjá að hlutfallið er rúmur þriðjungur undir 25 ára aldri. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur eru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Þegar litið er til nauðgana voru 64 prósent þolenda undir 25 ára. Þá kemur fram í tilkynningu um skýrsluna að í tengslum við vitundarvakninguna Góða skemmtun í sumar hafi sérstaklega verið skoðuð kynferðisbrot sem voru tilkynnt lögreglu og áttu sér stað um helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, í sumar, frá júní og til loka ágúst. Brotin voru 64 um helgar í sumar, sem er mjög svipaður fjöldi og síðastliðin tvö ár. Tilkynntar nauðganir voru færri um helgar í sumar þetta árið en síðastliðin tvö ár. Þær voru sautján í samanburði við 22 síðustu tvö ár. Þá voru skráð sjö brot um helgar í sumar sem tengdust kaupum á vændi en brotin voru tíu um helgar í fyrra, en ekkert slíkt brot var tilkynnt um helgi sumarið 2022. Brotin dreifðust með sambærilegum hætti um landið og fyrri ár. Í kringum 33 prósent brotanna voru tilkynnt til lögreglunnar á landsbyggðinni og 67 prósent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vændi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira