Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. október 2025 08:02 Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Húsnæðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar