Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar 29. október 2025 14:02 Hvernig umönnun og tækni mætast í þágu öryggis og tengsla Í samfélagi sem er á fleygiferð, þar sem tækni og samfélagsmiðlar hafa tekið yfirhöndina, sýna rannsóknir að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru að aukast. Það er hliðarverkun sem við bjuggumst kannski ekki við á þessari samfélagsmiðlaöld. Við höfum aldrei verið tengdari, en á sama tíma aldrei verið jafn ein. Tæknin þarf þó ekki að vera andstæða mannlegrar nándar, heldur getur hún verið leiðin að henni ef að við notum hana rétt. Þetta snýst nefnilega ekki um tæknina sjálfa, heldur hvernig við notum hana. Þegar hún er notuð til að hlusta, sýna umhyggju og vera til staðar, þá tengir hún fólk í stað þess að fjarlægja það hvert frá öðru. Þegar ég hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tók við fjarheimaþjónustu sviðsins varð ég uppnumin af því sem við gátum gert og þeim stuðningi sem við gátum veitt í gegnum skjáheimsóknir. Ég fór að tengjast fólki í gegnum endurtekin samtöl og jafnvel vingast við einstaklinga sem ég sá aðeins í gegnum skjáinn. Þetta voru alvarleg samtöl um heilsu, líðan og daglegt líf en líka spjall um samtímann og það liðna, skemmtilegar sögur og hlátursköst. Samtölin voru líka vettvangur ráðgjafar og eftirlits, að fylgjast með heilsu, veita leiðsögn og hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið þegar þörf var á. Ég fann fljótt að þessi þjónusta skipti marga miklu máli og að hún hafði bein áhrif á daglegt líf og líðan þeirra. Mér fannst líka svo fallegt að sjá hvernig traust og tengsl gátu myndast án þess að fara inn á heimili fólks. Margir sögðu mér að þeim fyndist þetta fyrirkomulag jafnvel þægilegra en að þurfa að taka á móti fólki heima. Við skjáinn myndast ósýnileg tengsl og traust sem veita bæði öryggi, stuðning og þá dýrmætu tilfinningu að vera ekki ein. Þetta er mín eigin upplifun af þjónustunni og það sem ég trúi að fólkið sem við sinnum upplifi líka. Niðurstöður staðfesta það sem hjartað vissi „Félagslegur stuðningur dregur mig út úr holunni sem ég var búin að grafa mig í. Ég hlakka til að hitta þær á skjánum á hverjum degi.“ Frá árinu 2020 hefur Reykjavíkurborg boðið upp á skjáheimsóknir sem hluta af fjarheimaþjónustu. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og er nú orðin hluti af daglegum stuðningi við íbúa sem fá heimahjúkrun og heimastuðning. Með þessu hefur borgin verið brautryðjandi í að samþætta félagslega umönnun og velferðartækni í þágu öryggis og lífsgæða. Ég trúði frá upphafi að þjónustan hefði raunveruleg áhrif á líðan fólks og þess vegna er svo dýrmætt að fá staðfestingu á að skjáheimsóknir eru þjónusta sem veitir fólki öryggiskennd, tengingu og hefur raunveruleg áhrif á einmanaleika. Í nýjustu þjónustukönnun árið 2025 sögðust 83% notenda skjáheimsókna upplifa aukið öryggi heima fyrir og margir lýstu því hvað það skipti máli að vita að einhver hefði auga með þeim. Einn þátttakandi orðaði það á einfaldan og fallegan hátt: „Það er gott að vita að það er einhver sem hringir og tékkar á mér. Þá er maður ekki einn í heiminum.“ En það sem stendur upp úr er hversu áhrifin eru djúpstæð. Flestir sögðu að skjáheimsóknir lífguðu upp á daginn, að það væri gott að hlæja, spjalla og hlakka til næsta símtals. 79% þeirra sem finna fyrir einmanaleika upplifa að þjónustan dragi úr honum og margir sögðu að þessi reglulegu samtöl væru orðin hluti af lífinu, eins og að eiga vin á hinum endanum. Þessar niðurstöður endurspegla líka starfsfólkið okkar. Við höfum verið heppin að fá til okkar hjartahlýtt og gott starfsfólk sem er umhugað um náungann. Fólk sem sækir um starfið gerir það af kærleika og með það að markmiði að láta öðrum líða vel. Það skilar sér í hverju samtali, brosi, spjalli og í því að hlusta af alvöru. Notendur segja að það skipti miklu máli að sama starfsfólkið hringi og við það dýpki tengslin, traustið eykst og samkenndin verður sterkari. Skjáheimsóknir eru þannig ekki aðeins „þjónusta“ heldur félagsleg tenging. Þjónustan veitir líka ákveðið aðhald, til dæmis að minna á lyf, hvetja til hreyfingar eða einfaldlega að halda í gleðina í daglegu lífi. Það er þessi blanda af umhyggju, eftirfylgni og einlægum samskiptum sem gerir skjáheimsóknir svo einstakar. Nálægð án nærveru Skjáheimsóknir sýna að mannleg nánd þarf ekki endilega að byggjast á líkamlegri nærveru. Tæknin getur verið brú sem tengir fólk og styður við sjálfstætt líf á eigin heimili. Fyrir marga er það jafnvel þægilegra að geta talað við starfsfólk í ró og næði, heima hjá sér, án þess að þurfa að „bjóða heim“. En skjáheimsóknir eru ekki bara hlý og mannleg þjónusta, þær eru líka skilvirk og sveigjanleg lausn til að veita stuðning í heimahúsi. Þær gera okkur kleift að þjónusta fleiri án þess að þurfa að eyða tíma í akstur milli heimila. Við ljúkum einfaldlega samtalinu og hringjum í þann næsta. Þannig nýtist tími starfsfólks betur, sem þýðir meiri nærvera og þjónusta fyrir fleiri sem þurfa á því að halda. Þetta hefur skilað okkur miklum árangri hér í Reykjavík, en ávinningurinn gæti orðið margfaldur ef samskonar þjónusta væri í boði alls staðar á landinu og ekki síst á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru meiri. Fyrir notendur er þetta jafnframt miklu sveigjanlegra og minna mál. Það eina sem þarf er að vera heima, hafa skjáinn við hendina og ýta á græna takkann til að svara. Þessi sveigjanleiki og nærvera gera skjáheimsóknir að lifandi dæmi um hvernig tækni og umhyggja geta farið saman, hvernig hægt er að gera þjónustu bæði mannlegri og markvissari, án þess að glata hlýjunni og þeirri mannlegu nánd sem gerir þjónustu í heimahúsi einstaka. Skjáheimsóknir eru því ekki eingöngu heimaþjónusta í nýju formi, þær eru samfélagsleg nýsköpun sem brúa bilið milli tækni og mannlegra samskipta. Þær eru eitt af þeim verkfærum sem við getum notað til að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili með auknu öryggi, en ekki síður með meiri félagslegri tengingu. Í samfélagi þar sem einmanaleiki er oft dulin áskorun geta skjáheimsóknir orðið lykill að betri líðan, auknu öryggi og meiri lífsgæðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri samþættrar heimaþjónustu á skrifstofu öldrunarmála Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvernig umönnun og tækni mætast í þágu öryggis og tengsla Í samfélagi sem er á fleygiferð, þar sem tækni og samfélagsmiðlar hafa tekið yfirhöndina, sýna rannsóknir að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru að aukast. Það er hliðarverkun sem við bjuggumst kannski ekki við á þessari samfélagsmiðlaöld. Við höfum aldrei verið tengdari, en á sama tíma aldrei verið jafn ein. Tæknin þarf þó ekki að vera andstæða mannlegrar nándar, heldur getur hún verið leiðin að henni ef að við notum hana rétt. Þetta snýst nefnilega ekki um tæknina sjálfa, heldur hvernig við notum hana. Þegar hún er notuð til að hlusta, sýna umhyggju og vera til staðar, þá tengir hún fólk í stað þess að fjarlægja það hvert frá öðru. Þegar ég hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tók við fjarheimaþjónustu sviðsins varð ég uppnumin af því sem við gátum gert og þeim stuðningi sem við gátum veitt í gegnum skjáheimsóknir. Ég fór að tengjast fólki í gegnum endurtekin samtöl og jafnvel vingast við einstaklinga sem ég sá aðeins í gegnum skjáinn. Þetta voru alvarleg samtöl um heilsu, líðan og daglegt líf en líka spjall um samtímann og það liðna, skemmtilegar sögur og hlátursköst. Samtölin voru líka vettvangur ráðgjafar og eftirlits, að fylgjast með heilsu, veita leiðsögn og hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið þegar þörf var á. Ég fann fljótt að þessi þjónusta skipti marga miklu máli og að hún hafði bein áhrif á daglegt líf og líðan þeirra. Mér fannst líka svo fallegt að sjá hvernig traust og tengsl gátu myndast án þess að fara inn á heimili fólks. Margir sögðu mér að þeim fyndist þetta fyrirkomulag jafnvel þægilegra en að þurfa að taka á móti fólki heima. Við skjáinn myndast ósýnileg tengsl og traust sem veita bæði öryggi, stuðning og þá dýrmætu tilfinningu að vera ekki ein. Þetta er mín eigin upplifun af þjónustunni og það sem ég trúi að fólkið sem við sinnum upplifi líka. Niðurstöður staðfesta það sem hjartað vissi „Félagslegur stuðningur dregur mig út úr holunni sem ég var búin að grafa mig í. Ég hlakka til að hitta þær á skjánum á hverjum degi.“ Frá árinu 2020 hefur Reykjavíkurborg boðið upp á skjáheimsóknir sem hluta af fjarheimaþjónustu. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og er nú orðin hluti af daglegum stuðningi við íbúa sem fá heimahjúkrun og heimastuðning. Með þessu hefur borgin verið brautryðjandi í að samþætta félagslega umönnun og velferðartækni í þágu öryggis og lífsgæða. Ég trúði frá upphafi að þjónustan hefði raunveruleg áhrif á líðan fólks og þess vegna er svo dýrmætt að fá staðfestingu á að skjáheimsóknir eru þjónusta sem veitir fólki öryggiskennd, tengingu og hefur raunveruleg áhrif á einmanaleika. Í nýjustu þjónustukönnun árið 2025 sögðust 83% notenda skjáheimsókna upplifa aukið öryggi heima fyrir og margir lýstu því hvað það skipti máli að vita að einhver hefði auga með þeim. Einn þátttakandi orðaði það á einfaldan og fallegan hátt: „Það er gott að vita að það er einhver sem hringir og tékkar á mér. Þá er maður ekki einn í heiminum.“ En það sem stendur upp úr er hversu áhrifin eru djúpstæð. Flestir sögðu að skjáheimsóknir lífguðu upp á daginn, að það væri gott að hlæja, spjalla og hlakka til næsta símtals. 79% þeirra sem finna fyrir einmanaleika upplifa að þjónustan dragi úr honum og margir sögðu að þessi reglulegu samtöl væru orðin hluti af lífinu, eins og að eiga vin á hinum endanum. Þessar niðurstöður endurspegla líka starfsfólkið okkar. Við höfum verið heppin að fá til okkar hjartahlýtt og gott starfsfólk sem er umhugað um náungann. Fólk sem sækir um starfið gerir það af kærleika og með það að markmiði að láta öðrum líða vel. Það skilar sér í hverju samtali, brosi, spjalli og í því að hlusta af alvöru. Notendur segja að það skipti miklu máli að sama starfsfólkið hringi og við það dýpki tengslin, traustið eykst og samkenndin verður sterkari. Skjáheimsóknir eru þannig ekki aðeins „þjónusta“ heldur félagsleg tenging. Þjónustan veitir líka ákveðið aðhald, til dæmis að minna á lyf, hvetja til hreyfingar eða einfaldlega að halda í gleðina í daglegu lífi. Það er þessi blanda af umhyggju, eftirfylgni og einlægum samskiptum sem gerir skjáheimsóknir svo einstakar. Nálægð án nærveru Skjáheimsóknir sýna að mannleg nánd þarf ekki endilega að byggjast á líkamlegri nærveru. Tæknin getur verið brú sem tengir fólk og styður við sjálfstætt líf á eigin heimili. Fyrir marga er það jafnvel þægilegra að geta talað við starfsfólk í ró og næði, heima hjá sér, án þess að þurfa að „bjóða heim“. En skjáheimsóknir eru ekki bara hlý og mannleg þjónusta, þær eru líka skilvirk og sveigjanleg lausn til að veita stuðning í heimahúsi. Þær gera okkur kleift að þjónusta fleiri án þess að þurfa að eyða tíma í akstur milli heimila. Við ljúkum einfaldlega samtalinu og hringjum í þann næsta. Þannig nýtist tími starfsfólks betur, sem þýðir meiri nærvera og þjónusta fyrir fleiri sem þurfa á því að halda. Þetta hefur skilað okkur miklum árangri hér í Reykjavík, en ávinningurinn gæti orðið margfaldur ef samskonar þjónusta væri í boði alls staðar á landinu og ekki síst á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru meiri. Fyrir notendur er þetta jafnframt miklu sveigjanlegra og minna mál. Það eina sem þarf er að vera heima, hafa skjáinn við hendina og ýta á græna takkann til að svara. Þessi sveigjanleiki og nærvera gera skjáheimsóknir að lifandi dæmi um hvernig tækni og umhyggja geta farið saman, hvernig hægt er að gera þjónustu bæði mannlegri og markvissari, án þess að glata hlýjunni og þeirri mannlegu nánd sem gerir þjónustu í heimahúsi einstaka. Skjáheimsóknir eru því ekki eingöngu heimaþjónusta í nýju formi, þær eru samfélagsleg nýsköpun sem brúa bilið milli tækni og mannlegra samskipta. Þær eru eitt af þeim verkfærum sem við getum notað til að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili með auknu öryggi, en ekki síður með meiri félagslegri tengingu. Í samfélagi þar sem einmanaleiki er oft dulin áskorun geta skjáheimsóknir orðið lykill að betri líðan, auknu öryggi og meiri lífsgæðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri samþættrar heimaþjónustu á skrifstofu öldrunarmála Reykjavíkurborgar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun