Innlent

Góður grunnur en ekki nóg til að opna

Atli Ísleifsson skrifar
Svona var staðan í Bláfjöllum í hádeginu
Svona var staðan í Bláfjöllum í hádeginu Vefmyndavél Bláfjalla

Snjó kyngdi niður í Bláfjöllum líkt og annars staðar á suðvesturhorninu í gær og í fyrrinótt og má ljóst vera að styttist í að hægt verði að opna svæðið fyrir skíðaiðkun.

„Jæja, góður hvellur í gær og nótt. Er byrjað að rasta þær brekkur sem er komið með nóg af snjó. Og að sjálfsögðu verður göngusvæðið einnig skoðað,“ segir í færslu skíðasvæðanna á Facebook.

Þar segir að það sé þó engan veginn kominn nægur snjór til að opna svæðið. „En góður grunnur,“ segir í færslunni.

Á heimasíðu skíðasvæðanna segir að nú í hádeginu hafi verið sex stiga frost og norðnorðaustan tíu metrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×