Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2025 07:15 Að óbreyttu munu yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna verða af mataraðstoð frá og með næstu mánaðamótum. Getty/Orange County Register/Paul Bersebach Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira