Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. október 2025 18:46 Catherine Connolly var kjörin forseti Írlands í dag. AP Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Connolly hlaut um 64 prósent atkvæða, gegn 29 prósentum helsta keppinautar síns Heather Humphreys. Connolly þykir nokkuð umdeild og varð mótframbjóðendum hennar tíðrætt um meintar öfgar hennar í herferðum sínum. Hún er 68 ára gömul og starfaði lengi sem lögmaður og klínískur sálfræðingar. Hún hefur setið á þingi sem óháður þingmaður frá árinu 2016 en áður var hún borgarstjóri Galway á vesturströnd Írlands. Líkt og fjallað hefur verið um víða hafa ummæli hennar um Hamas sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar. Hún hefur deilt á framferði Ísraela á Gasaströndinni harkalega og sagt þá fremja þar hópmorð. Hún hefur einnig verið gagnrýnin á Evrópusambandið og sérstaklega það sem hún kallar „hervæðingu“ þess. Það vakti litla hrifningu í Þýskalandi þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu þeirra til varnarmála við hervæðingu nasista í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Embætti forseta Írlands svipar um margt til þess íslenska og hafa forsetar verið mispólitískir í gegnum sögu lýðveldisins. Michael D. Higgins fráfarandi forseti hefur til dæmis gagnrýnt framferði Ísraela á Gasa og aukningu framlaga til Atlantshafsbandalagsins. Írland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Connolly hlaut um 64 prósent atkvæða, gegn 29 prósentum helsta keppinautar síns Heather Humphreys. Connolly þykir nokkuð umdeild og varð mótframbjóðendum hennar tíðrætt um meintar öfgar hennar í herferðum sínum. Hún er 68 ára gömul og starfaði lengi sem lögmaður og klínískur sálfræðingar. Hún hefur setið á þingi sem óháður þingmaður frá árinu 2016 en áður var hún borgarstjóri Galway á vesturströnd Írlands. Líkt og fjallað hefur verið um víða hafa ummæli hennar um Hamas sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar. Hún hefur deilt á framferði Ísraela á Gasaströndinni harkalega og sagt þá fremja þar hópmorð. Hún hefur einnig verið gagnrýnin á Evrópusambandið og sérstaklega það sem hún kallar „hervæðingu“ þess. Það vakti litla hrifningu í Þýskalandi þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu þeirra til varnarmála við hervæðingu nasista í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Embætti forseta Írlands svipar um margt til þess íslenska og hafa forsetar verið mispólitískir í gegnum sögu lýðveldisins. Michael D. Higgins fráfarandi forseti hefur til dæmis gagnrýnt framferði Ísraela á Gasa og aukningu framlaga til Atlantshafsbandalagsins.
Írland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira