Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. október 2025 00:03 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræddi um breytingar á lánaframboði Landsbankans í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02