Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 23. október 2025 22:01 Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun