Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 14:33 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins hjá spænska stórveldinu Barcelona. Getty/Javier Borrego Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins í Barcelona og að deila þar markmannsstöðunni með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Í kvöld snýr hann aftur á sinn fyrrum heimavöll í Póllandi. Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira