Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 22:05 Hegseth vísar til hinna meintu smyglara sem hryðjuverkamanna. AP Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01