Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar 22. október 2025 11:02 Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrekkjavaka Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar