Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2025 10:48 Vigdís Hauksdóttir er meðal þeirra sem furðar sig á kvennaverkfallinu eða kvennafrídeginum komandi föstudag. Vísir/Egill Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. Vigdís Hauksdóttir og Páll Magnússon, sem sátu um tíma saman á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn í tilfelli Vigdísar en Sjálfstæðisflokkinn í tilfelli Páls, ræddu íslenskan vinnumarkað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Meðal þess sem bar á góma er verkfallsboðun íslenskra flugumferðarstjóra og boðað kvennaverkfall á föstudaginn. „Ég er eiginlega hætt að skilja íslenskan vinnumarkað,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Það var stytting vinnuviku en það eru verkföll samt. Það er eins og verkalýðshreyfingin fái aldrei nóg. Ég get lýst því hér yfir að ég vildi ekki reka fyrirtæki á Íslandi í dag.“ Nú sé búið að boða til verkfalls á föstudag. „Það er einhver kvennafrídagur og það eiga allar konur að leggja niður störf, fá auka frídag. Ég er bara hætt að botna á hvaða leið við erum.“ Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn árið 1975 þegar konur lögðu niður störf. Framtakið vakti heimsathygli. Dagurinn hefur verið haldinn sjö sinnum síðan, síðast 2023, þegar fjölmenni safnaðist saman við Arnarhól. Upphaflega var konum stefnt saman á föstudaginn frá 13:30 til 16:00 en í gær var upplýst að lagt væri upp með frí allan daginn hjá konum og þá óháð því hvort konur væru á dagvakt, kvöldvakt eða næturvakt. Ákall skipuleggjenda er að konur leggi niður störf þennan dag hvort sem þau séu launuð eða ólaunuð. Formaður BSRB segir sérstaklega horft til kvenna í æðri störfum og vonar að öllum verði gert kleift að taka þátt. Vigdís klórar sér sömuleiðis í kollinum yfir styttingu vinnuvikunnar sem tekin var upp hjá ríkinu í ársbyrjun 2021. Þá fækkaði vinnuskyldu ríkisstarfsmanna úr fjörutíu klukkustundum í 36 klukkustundir. „Þegar það var gert spurði ég þeirrar spurninga, það eru bara alltof margir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum - ef þetta er hægt, ef allir geta fengið styttingu vinnuviku þá hlýtur að vera bara alltof lítið að gera hjá fólki. Eða þá að það sé verið að ráða enn þá fleira fólk inn í báknið. Þetta er rannsóknarefni,“ sagði Vigdís. Páll var á svipuðu máli og vísaði til þess að stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði úr 24 þúsund í 29 þúsund í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá 2017 til 2024. Hann beindi næst sjónum sínum að flugumferðarstjórum sem krefjast breytinga á kjörum sínum og hafa boðað verkföll í baráttu sinni fyrir þeim. „Það er mjög skrýtið að þessi fámenna stétt flugumferðarstjóra, sem er hátt launuð í hvaða samanburði sem er, lærir frítt - að svo fámennur hópur geti gripið til skyndiaðgerða sem kostar þjóðarbúið einn og hálfan milljarð á dag.“ Verkfallsrétturinn sé heilagur en eigi að vera síðasta vörn óbreyttra launþega og það hafi verið tilgangurinn með honum upphaflega. Hann eigi að vera nauðvörn þeirra sem verst hafi það á Íslandi. „Þetta á bara ekki við um þrönga einstaka hátekjuhópa að tala um þetta sem einhvers konar sjálfsögð mannréttindni og sett allt á annan endann. Ég held við hljótum að þurfa að endurskoða þetta með einhverjum hætti.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Fréttir af flugi Bítið Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Páll Magnússon, sem sátu um tíma saman á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn í tilfelli Vigdísar en Sjálfstæðisflokkinn í tilfelli Páls, ræddu íslenskan vinnumarkað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Meðal þess sem bar á góma er verkfallsboðun íslenskra flugumferðarstjóra og boðað kvennaverkfall á föstudaginn. „Ég er eiginlega hætt að skilja íslenskan vinnumarkað,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Það var stytting vinnuviku en það eru verkföll samt. Það er eins og verkalýðshreyfingin fái aldrei nóg. Ég get lýst því hér yfir að ég vildi ekki reka fyrirtæki á Íslandi í dag.“ Nú sé búið að boða til verkfalls á föstudag. „Það er einhver kvennafrídagur og það eiga allar konur að leggja niður störf, fá auka frídag. Ég er bara hætt að botna á hvaða leið við erum.“ Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn árið 1975 þegar konur lögðu niður störf. Framtakið vakti heimsathygli. Dagurinn hefur verið haldinn sjö sinnum síðan, síðast 2023, þegar fjölmenni safnaðist saman við Arnarhól. Upphaflega var konum stefnt saman á föstudaginn frá 13:30 til 16:00 en í gær var upplýst að lagt væri upp með frí allan daginn hjá konum og þá óháð því hvort konur væru á dagvakt, kvöldvakt eða næturvakt. Ákall skipuleggjenda er að konur leggi niður störf þennan dag hvort sem þau séu launuð eða ólaunuð. Formaður BSRB segir sérstaklega horft til kvenna í æðri störfum og vonar að öllum verði gert kleift að taka þátt. Vigdís klórar sér sömuleiðis í kollinum yfir styttingu vinnuvikunnar sem tekin var upp hjá ríkinu í ársbyrjun 2021. Þá fækkaði vinnuskyldu ríkisstarfsmanna úr fjörutíu klukkustundum í 36 klukkustundir. „Þegar það var gert spurði ég þeirrar spurninga, það eru bara alltof margir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum - ef þetta er hægt, ef allir geta fengið styttingu vinnuviku þá hlýtur að vera bara alltof lítið að gera hjá fólki. Eða þá að það sé verið að ráða enn þá fleira fólk inn í báknið. Þetta er rannsóknarefni,“ sagði Vigdís. Páll var á svipuðu máli og vísaði til þess að stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði úr 24 þúsund í 29 þúsund í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá 2017 til 2024. Hann beindi næst sjónum sínum að flugumferðarstjórum sem krefjast breytinga á kjörum sínum og hafa boðað verkföll í baráttu sinni fyrir þeim. „Það er mjög skrýtið að þessi fámenna stétt flugumferðarstjóra, sem er hátt launuð í hvaða samanburði sem er, lærir frítt - að svo fámennur hópur geti gripið til skyndiaðgerða sem kostar þjóðarbúið einn og hálfan milljarð á dag.“ Verkfallsrétturinn sé heilagur en eigi að vera síðasta vörn óbreyttra launþega og það hafi verið tilgangurinn með honum upphaflega. Hann eigi að vera nauðvörn þeirra sem verst hafi það á Íslandi. „Þetta á bara ekki við um þrönga einstaka hátekjuhópa að tala um þetta sem einhvers konar sjálfsögð mannréttindni og sett allt á annan endann. Ég held við hljótum að þurfa að endurskoða þetta með einhverjum hætti.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Fréttir af flugi Bítið Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira