Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2025 20:05 Sævar Helgason, skólastjóri (fyrir miðju), ásamt Pétri G. Markan, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar (t.v.) og Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands þegar opna húsið var í skólanum 17. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira