Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. október 2025 11:08 Afnám tekjuskatts fyrir foreldra var eitt af kosningamálum Karol Nawrocki í vor. EPA Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum. Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum.
Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34