Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2025 21:37 Angvilla, breskt yfirráðasvæði í Karíbahafi, fékk úthlutað þjóðarlénið .ai. Vísir/Getty Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum sínum vegna svokallaðra lénaleikja. Dæmi eru um að einstaklingar greiði tæpar hundrað milljónir króna fyrir ákveðin lén. Þjóðarlén er tveggja stafa kóði sem ríki, sjálfstjórnarsvæði og önnur smáríki, fá úthlutað fyrir vefsíður á sínum hluta internetsins. Íslenski kóðinn er .is og hefur verið síðan 1987. Elstu síðurnar eru hi.is, hafro.is og os.is. Í tengslum við þjóðarlén hefur fyrirbæri orðið til sem kallast domain hacks, eða lénaleikur. „Það er þegar fólk kaupir lén sem býr til orð með þjóðarléninu. Eins og ef ég myndi kaupa vefsíðuna bjar í Kiribati. Lénið yrði þá Bjar.ki. Bjarki. Þessir lénaleikir hafa skilað miklum tekjum í þjóðarbú nokkurra ríkja, þar á meðal Túvalú og Angvíla,“ segir Bjarki. Túvalú, eyjaklasi í Kyrrahafi með rúmlega tíu þúsund íbúa, á .tv og hafa fyrirtæki í sjónvarpsgeiranum greitt háar upphæðir fyrir notkun á þjóðarléninu, til að mynda Twitch.TV, Plex.TV og Eurovision.TV. Stór hluti tekna ríkissjóðs er tilkominn vegna lénsins. Angvilla, breskt yfirráðasvæði í Karíbahafi, fékk úthlutað þjóðarlénið .ai. Gervigreindarfyrirtæki keppast nú við að kaupa lén þar enda er AI enska skammstöfunin fyrir gervigreind. Artificial intelligance, AI. Stjórnvöld hafa grætt hundruð milljóna á þessu, til að mynda greiddi bandarískur tæknifrömuður um 90 milljónir króna fyrir lénið you.ai. Tekjur af notkun á léninu nálgast toppsætið yfir stærstu greinar landsframleiðslu ríkisins. Íslenska þjóðarlénið hefur vakið athygli áður, þá sérstaklega vegna áhuga hryðjuverkasamtakanna ISIS á því. Árið 2014 var lokað fyrir fréttasíðu samtakanna sem var skráð með íslenska þjóðarléninu, en á ensku eru samtökin kölluð Islamic State, sem er skammstafað IS. Tækni Gervigreind Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þjóðarlén er tveggja stafa kóði sem ríki, sjálfstjórnarsvæði og önnur smáríki, fá úthlutað fyrir vefsíður á sínum hluta internetsins. Íslenski kóðinn er .is og hefur verið síðan 1987. Elstu síðurnar eru hi.is, hafro.is og os.is. Í tengslum við þjóðarlén hefur fyrirbæri orðið til sem kallast domain hacks, eða lénaleikur. „Það er þegar fólk kaupir lén sem býr til orð með þjóðarléninu. Eins og ef ég myndi kaupa vefsíðuna bjar í Kiribati. Lénið yrði þá Bjar.ki. Bjarki. Þessir lénaleikir hafa skilað miklum tekjum í þjóðarbú nokkurra ríkja, þar á meðal Túvalú og Angvíla,“ segir Bjarki. Túvalú, eyjaklasi í Kyrrahafi með rúmlega tíu þúsund íbúa, á .tv og hafa fyrirtæki í sjónvarpsgeiranum greitt háar upphæðir fyrir notkun á þjóðarléninu, til að mynda Twitch.TV, Plex.TV og Eurovision.TV. Stór hluti tekna ríkissjóðs er tilkominn vegna lénsins. Angvilla, breskt yfirráðasvæði í Karíbahafi, fékk úthlutað þjóðarlénið .ai. Gervigreindarfyrirtæki keppast nú við að kaupa lén þar enda er AI enska skammstöfunin fyrir gervigreind. Artificial intelligance, AI. Stjórnvöld hafa grætt hundruð milljóna á þessu, til að mynda greiddi bandarískur tæknifrömuður um 90 milljónir króna fyrir lénið you.ai. Tekjur af notkun á léninu nálgast toppsætið yfir stærstu greinar landsframleiðslu ríkisins. Íslenska þjóðarlénið hefur vakið athygli áður, þá sérstaklega vegna áhuga hryðjuverkasamtakanna ISIS á því. Árið 2014 var lokað fyrir fréttasíðu samtakanna sem var skráð með íslenska þjóðarléninu, en á ensku eru samtökin kölluð Islamic State, sem er skammstafað IS.
Tækni Gervigreind Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira