Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. október 2025 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Ívar Fannar Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag. Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni. HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni.
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira