Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:58 Rakel Guðfinnsdóttir, eigandi Okkar talþjálfun. Bylgjan Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru. Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru.
Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira